Barnablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 19
en án árangurs. Pá fór hugrekki hans að minnka. í hvert sinn sem honum tókst að koma sér lítið eitt upp, þá vonaðist hann til að sér mundi takast að komast hjálparlaust upp úr. Hann vildi ógjarnan hrópa á hjálp. Þá fengju allir að vita, að hann hafði farið þetta í leyfisleysi. Það var nægilegt að mamma og pabbi vissu þetta. Hann heyrði í bílunum á þjóðveginum. Nú voru mamma og pabbi ef til vill komin heim. Hann ætti kannski að kalla? Hann hugsaði sig um svolitla stund. Nei. Hann ætlaði að bjarga sér sjálfur. Nokkru seinna var hann orðinn uppgefinn. Handleggirnir gátu ekki meira, og hann sökk dýpra. Nú varð hann að kalla á hjálp. Það var farið að dimma og nóttin var ekki langt undan. Lárus byrjaði að kalla. Hann hrópaði svo hátt að það bergmálaði í hæðunum í kring. Hann heyrði sína eigin rödd, það fannst honum undarlegur hliómur. En allt í einu heyrði hann annað en sína eigin rödd. Einhver kallaði nafnið hans. „Lárus, drengurinn minn . . .“ Þetta var röddin hans pabba. Þá fór Lárus að gráta bæði af gleði og þreytu. Pabbi hans hafði með sér stóra viðarplanka. Þannig komst hann til drengsins, sem var orð- inn uppgefinn og meira en það. En það tók hann þó nokkra stund að ná honum upp úr leðjunni, en það tókst að lokum. Lárus átti von á aðfinnslum og skömmum á leiðinni heim. Pabbi tók hann og bar hann heim. Hann strauk honum nokkrum sinnum yfir höfuðið, en hann sagði ekkert. Þegar Lár- us sá heimilið sitt, andvarpaði hann og leit upp á pabba sinn og sagði með grátstaf í rödd- inni: „Ég skal aldrei fara þessa hliðargötu til ömmu. Þú og mamma höfðuð rétt fyrir ykkur. Fyrirgefðu mér pabbi!“ Pabbi brosti. Hann fyrirgaf. En hann sagði nokkuð, sem Lárus gleymdi ekki. „Hliðarvegir eru ætíð hættu- legir. Það er hinn beini vegur sem við eigum að ganga hér í lífinu. Þá náum við takmark- inu.“ KONUNGURINN OG ASNINN Á þeim tíma, sem Abraham Lincoln var fofseti Bandaríkjanna, má segja að hann hafi aldrei haft stundlegan frið fyrir mönnum, er sóttust eftir embxttum og betri embættum. Einn dag voru margir af þeirri gerð manna, gestir hjá honum. Sem þeir voru allir saman komnir, sagði hann þeim arfsögn þessa. Má skjóta hér því inn, að forsetinn var uppspretta af fræðandi frásögnum og dæmisögum. Sagan sem hann sagði við þetta tækifæri, var svona: - Einu sinni var konungur í ríki sínu. Dag einn vildi hann fara á veiðar og spurði hirðmeistara sinn, hvernig veður mundi verða þennan dag. - Það verður dásamlegt, svaraði hirðmeistarinn. Þegar hin konunglega veiðimannasveit kom lengra út á veginn, mætti hún bónda einum, sem reið asna. Hann gekk til konungsins og ávarpaði hann: - Það verður regnveður I dag, yðar hátign. - Konungurinn skellihló að bónda, og hélt för sinni áfram eins og ekkert hefði gerzt. En hann var ekki fyrr kominn á veiðisvæðið en það tók að húð- rigna. Innan tíðar varð svo mikið ausandi regnveður, að konungur með fylgdarliði slnu, varð að hverfa heim aftur hið bráflasta. Svo argur var konungur I lund, þegar hann kom heim aftur holdvotur, að hann rak hirðmeistarann úr stöðu hanss, en kallaði bóndann fyrir sig. - Hvernig gazt þú spáð því, að það kæmi regn, þegar veðurútlitið var svona fallegt? - Ég er enginn spámaður, herra ’konungur. Nei, það er ég alls ekki, en það er asninn minn. Hann slær eyrunum fram á við, þegar hann finnur það á sér að regn er í aðsigi. Þegar konungur heyrði þetta, sendi hann bóndann eftir asnanum og gerði hann að hirðmeistara I stað- inn fyrir þann, sem hann hafði rekið. - En þarna hljóp konungurinn herfilega á sig. - Hvernig? spurði einhver af gestum Lincolns. - Jú, því síðan hafa asnar endalaust óskað eftir því að komast I embætti. --Herrar mínir, þið getið skilið meðmæli ykkar eftir hér. - Ég skal láta heyra frá mér seinna. 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.