Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 21

Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 21
Jóhann leit upp í dimman himininn. Hann var sjálfur undrandi yfir því að það var ekki farið að rigna. „Já, kannski það,“ sagði hann hægt. ,,En þá er það Guðs blessun við okkur. Ég tek það sem óverðskuldaða náð Guðs við okkur, ef við náum þessu inn, áður en það fer að rigna.“ Eiríkur svaraði ekki pabba sínum um hina himnesku velvild. Honum fannst það vera heldur barnalegt að halda, að Guð væri að hafa áhuga á því hvernig það færi með uppskeruna hjá þeim. Guð hafðí eflaust nauðsynlegri mái að gefa gaum að, hugsaði hann. Þeir keyrðu inn fjögur hevhlöss í viðbót, án þess að nokkur regndropi hefði fallið. ,,Nú eigum við bara eftir tvö,“ sagði Jóhann. „Cíuð er góður við okkur. Ég er leiður vfir að ég skuli ekki vera betri en ég er, eins og Guð er náðugur við mig." Utlitið fór versnandi. Trén bevgðu sig auð- mjúk í vindkviðunum og það kvein í trjákrón- unum. „Nú fer eflaust að rigna," sagði Eirík- ur, þegar hann fann regndropa falla á andlit sitt. „Við náum ekki því síðasta af hevinu þurru.“ „Guð heldur hendi sinni yfir okkur þangað til við erum búnir,“ sagði Jóhann. „Verði ekki farið að rigna áður en við er- um búnir, ætla ég að biðja þig að biðja fvrir mér, pabbi,“ sagði Eiríkur. „Þá verð ég einnig að trúa að Guð gefur gaum hverri þeirri mann- veru, sem biður og trúir á hann." Jóhann bað í hljóði til Drottins að láta ekki rigna. Eiríkur horfði til himins. Hann bað ekki, en hann vonaði að það rigndi. Hann vildi ekki trúa á þann Guð, sem mamma og pabbi trúðu á. En nú hafði hann í einhverju fáti beðið pabba sinn um fyrirbæn, ef það rigndi ekki áður en þeir næðu öllu inn í hús. Ef það væri þá ekki lítilmannlegt, ja, þá mundi hann heldur vilja biðja Guð um regn, en það væri nú líka óréttlátt. Þegar síðasta heyhlassið var komið á vagn- inn, var himinninn jafn dimmur. Ekki hafði regnið fallið enn þá. Auðsjáanlega var óveðrið á næstu grösum, en þá var líka allt hey komið inn í hlöðu. Nú, þar sem þeir stóðu tilbúnir að aka heim, settist Eiríkur ekki með það sama í ökusætið. Hann stóð nokkra stund óákveðinn og bei.ðeftir því að rigningin kæmi. En það virtist vera haldið aftur af regninu, af ósýni- legri hönd. Jóhann tók heykvíslina og gerði sig líklegan að stinga henni í heyið. En þegar hann sá að Eiríkur settist ekki undir stýrið til að aka heim, vissi hann ekki hvað hann ætti að gera. Orðum Eiríks hafði hann ekki gleymt, en það var ekki gott að þrengja sér fram á svona viðkvæmri stundu. Nú sneri Eiríkur sér að pabba sínum og sagði: „Eiginlega vil ég ekki það, sem ég bað þig um, ef það 'rigndi ekki. En til þess að ég þurfi ekki að skammast mín allt mitt líf, frammi tyrir þér, pabbi, þá verð ég að biðja þig að biðja fyrir mér.“ Þarna úti á túninu, með koldimman himin vfir sér, bevgðu tveir menn kné sín. Guð hlust- aði á bænir þeirra og hann hlustaði ekki að- eins, heldur gaf bænasvar. Eiríkur fékk fyrirgefningu og frið. Hann fann, að eitthvað hafði gerzt innra með hon- um eftir bænina. Þegar hann ók traktornum inn um hlöðudvrnar, heyrði hann hvernig regn- ið lamdi hlöðuþakið. Áður en þeir voru búnir að ganga frá heyinu, var komin hellirigning. Nú var óveðrið skollið á. Vindurinn geist- ist vfir akra og engi. Jóhann og Eiríkqr hlupu heim frá hlöðunni og inn í eldhúsið komu þeir rennblautir. En þeir brostu hvor til annars. — „Tíminn er stuttur, pabbi,“ sagði Eiríkur hlæj- andi, „en þegar Guð tekur hann í hönd sér, þá virðist hann nógu langur.“ „Já, ef við aðeins gefum Guðj þann mögu- leika,“ samþykkti Jóhann Rundgrein, og augu hans ljómuðu af ánægju yfir þeirri uppskeru, sem ekki aðeins færði björg í bú, heldur hafði einnig gefið uppskeru í hinum himnesku bú- stöðum.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.