Barnablaðið - 01.09.1975, Page 24

Barnablaðið - 01.09.1975, Page 24
í hjarta Péturs. Hann var að hugsa um hvernig ætti að leysa vandamálin í þessum nýja heimi sem hann var kominn inn í. Og þegar einhver hugSun grípur huga drengs, er ekki nema um tvennt að ræða. Annað hvort verður hann að hrjóta málið til mergjar í huganum, og ákveða strax hvað hann á að gera í því, eða að leggja það til hliðar um tíma, til þess að sannfærast betur um það sem hann hevrir, sér og finnur. Pétur hafði kosið hið síðara. En nú var þessí hugsun hans að vaxa og þroskast og krafðíst framkvæmdar. Þessar einkennilegu hugsanir höfðu byrjað að gera vart við sig daginn sem amma og Karl frændi töluðu saman í bílnum á leiðinni frá Langhól og hann hlustaði á samtal þeirra. Þessu gat hann aldrei gleymt, þó að það væri svo levndardómsfullt, að hann væri hra'dd- ur við það. Og það var ef til vill þess vegna sem hann hafði lagt það til hliðar um tíma. En nú var það ekki hægt lengur. Samtölin við lón skósmið og herra Thorne höfðu líka gert sitt til að staðfesta þessa hugsun. Hún var í nánu sambandi við kuldan hennar ömmu, lögmál Karls frænda og hinar lokuðu dyr á þriðjú hæð. Mikið hafði hann langað til, að segja vinum sínum frá hvað hann hafði í huga. En í hvert skipti sem hann ætlaði sér að gera það, brast hann kjark. Hann var allt of feiminn til þess. og dró það alltaf á langinn. Eins og við höfum séð áður, versnaði það bara við að tala við Jón skósmið og ’ herra Thorne um þetta mál, vegna þess að þeir skildu ekki þær hugsanir sem lágu á bak við spurning- ar drengsins. Seinna þegar hann hafði komið öllu í framkvæmd, sáu þeir það, en þá var það of seint. Það var Davíð sem fékk að skyggnast svolítið inn í þetta leyndarmál, en hann var of ungur til þess að skilja uppruna þess, og þó að hann hefði gert það, þá var hann ekki nógu skvnsamur ráðgjafi, því að hann skildi ekki hvað þýðingamikið þetta var. Á þessum tíma eins og alltaf, þótti honum afskaplega vænt um Pétur. Þegar hann var kominn upp í rúmið sitt á kvöldin, og hugsanir um grísku, presta og háskóla hrúguðust saman í huga hans, gat hann ráðgert svo margt mikilvægt sem hann langaði til að gera fvrir vin sinn. Það kom upp í huga hans til dæmis, að ef Rauðskógar brynnu, þá muntli hann taka Pétur í arma sína, og bera hann ut gegnum eldinn úr hinu brennandi húsi, hvað erfitt sem það mundi verða. Það versta fannst honum vera hvað lítið hann gat gert fyrir Pétur. Hann mátti aidrei fara til borgar- innar, til þess að sjá kanínurnar hans eða eggjti- safnið. Og þó að hann vildi gjarnan gefa honum eina kanínu, þá mætti hann áreiðanlega ekki þiggja hana. Svo það þýddi víst ekki einu sinni að bjóða honum það. Litli félaginn hans mundi aðeins segja að það væri á móti lögmáli Karls frænda. Og Davíð víssi líka að undir svona kringumstæðum, hættir drengjuni meira til að segja frá en spvrja. En þrátt tyrir þetta langaði hann að þreifa fvrir sér. Svo að næst þegar hann fór til staðarins, þar sem þeir voru vanir að matast, hafði hann með sér litla fallega svart- flekkótta kanínu, sem Pétur varð ósegjanlega hrifinn af. Eftir að hafa horft á hana lítla stund, tók hann hana upp, og lagði litla mjúka höfuðið hennar undir vanga sinn. En hann gerði meira en það, og Davíð var alveg yfirkominn af undr- un vfir því sem hann sá nú. „Kvssir þú hana?“ ,,Já,“ svaraði Pétur. „Það gerir ekkert til, ég hugsa að henni þyki vænt um að henni sé gerr ónæði.“ Eramhaídzí næsta blaði. Kristilcgt hlaft fvrir börn og unglinga :1K. árgangur I!i7.'i Hitstjörar: Asmundur Kiriksson. Kinar J. t.islason (ábnii Kitnefnd: Iianiel (ílad og Hallgriniur (iuðniannsson Útgefandi: Hlaða og bókaútgáfan. Ilátúni 2, Heykjavik Pósthólf 51115 Simi 207:i.i Krmiir 111 l Miiniiin .1 ári. Askriftargjald kr. 240.0(1. l.ausas. 05.00.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.