Barnablaðið - 01.02.1981, Qupperneq 22

Barnablaðið - 01.02.1981, Qupperneq 22
22 Flóttamaiviiabömm Framhald af bls. 16 hún geti gert til aö auðvelda Gústa aðskilnaðinn við heimili sitt. Hann er ósköp daufur í dálkinn, hefur enga matarlyst og ráfar einmana um garðinn. Gréta reynir aö fá hann í leik við sig. En það ætlar ekki að ganga vel. Hún er bara stelpa. Skyldi Grétu takast að vinna hylli Gústa? Loksins kemur Kalli heim úr skólanum. Mamma býr yfir leyndarmáli. ,,Bak viö húsið er dálítið, sem á eftir að koma ykkur á óvart,“ segir hún brosandi. Kalli ætlar aó hlaupa út, en mamma biður hann um aö hafa sig hægan og boröa fyrst. ,,Þið fáið kartöflustöppu með lauk og drekkið grasate.“ ,,Teið er vont," hugsar Gústi. Mamma virðist sjá hugsanir hans og segir: ,,Það stælir líkam- ann. Þú verður hraustur af að drekka það.“ Gústi ætlar aldrei að geta komið því niður. Þar við bætist, aö Gréta lítur stríðnislega til hans og getur að lokum ekki stillt sig um að segja: ,,Þér miðar ekkert áfram með teið.“ Svo þýtur hún aó glugganum til að gá út. „Mamma, þú ert búin að útbúa Ijómandi fall- egt tjald handa okkur. Ég sé það þarna hjá skurðinum." Það er langt síðan, að börnin hafa fengið að leika sér almennilega. Kalli verður yfir sigglaður. Hann lifnarallurvið.drekkurteiðsittí flýti, tekur Gústa á bak sér og fer út. Hér er nóg af fjöðrum. „Við skulum búa til skraut úr hænsnafjöðrum handa okkur, tínið þær,“ skipar hann. Kalli er sjálfkjörinn foringi. Tjaldið er hagan- lega gert úr þrem teppum og kústskafti fyrir tjaldsúlu. Mamma hefur nælt teppin saman með stórum nælum. Indíánarnir gæða sér á gulrótum og rifsberjum úr garöinum. Gústi kann vel við Kalla, og þar sem þeir sitja þarna í grasinu með vasahnífa sína að tálga fjaðrir, fer hann að segja honum frá ýmsu skemmtilegu. „Mamma hafði oft grímuball fyrir okkur systkinin. Það var ekki venjulegt ball, þú skilur. En öll fengum við að vera í skringilegum búningum, og með heimatil- búnar grímur. Bróðir minn var eitt sinn indíána- dansmær, og hann lék hana alveg þrýðilega. Mamma var álfkona með sprota og gullstjörnu í hárinu. Systur mínar þrjár léku Hans og Grétu. Síðan ruddi mamma stofuna og leyfði okkur að fara í hringleiki. Einu sinni fékk ég að vera hnetubrjótur. Ég hafði stórt skegg alveg niður á bringu og hnetur í poka á bakinu. Eftir að við höfðum sungið og dansað bauö ég öllum krökkunum hnetur, og þá rétti mamma okkur raunverulegan hnetubrjót." Kalli hlustareinsog sannurvinur. „Þetta hefur verió skemmtilegt." „Já, hvort það var, og síðasta atriðiö í dag- skránni var gylling hnetanna. Viö notuðum sér- stakt duft til þess, og límdum þær saman að lokum. Á jólunum reyndum við að þekkja hnet- urnar okkar aftur, þar sem þær héngu á jóla- trénu, sumar gylltar, sumar eins og úr silfri." Nú dettur Kalla dálítið í hug. „Gréta, það er gott, aó þú skulir einmitt koma núna. Lánaðu okkur vatnslitina þína.“ Gréta vill ekki fara strax. Hún erforvitin og vill heyra meira um jólin heima hjá Gústa. „Mamma er minnst þrjá daga inni í dagstofunni aö skreyta fyrir jólin og enginn má gægjast inn til hennar, því að jólasveinninn er inni hjá henni." Grétu þykir gaman að hlusta á, en svo hlýðir hún Kalla. Líklega er eitthvað spennandi á seyði. Gréta kemur aftur að vörmu spori með pensla liti og vatn. Hún treystir Kalla og lítur spyrjandi á hann. „Gústi varað segja mérfrá grímuballi. Ég ætla að vísu ekki að hafa dansleik, en ég held, að sumir þeldökkir menn búi í tjaldi. Viljið þið vera svertingjar?" Þessari uppástungu er vel tekið. „Jæja, þá verðiö þiö að fara úr fötunum, svo að ég geti málað ykkur." Kalli blandar litina og prófar þá á sjálfum sér. „Finnst ykkur þessi litur ekki vera tilvalinn?" „Jú, alveg Ijómandi," svara hin einum rómi. „Eigum við að fara úr öllu?" „Já, úr hverri sþjör." „En þú?“ „Höföingi á að vera í mittisskýlu," svarar Kalli, sem tekur nú til að mála þakið á Gústa. Gréta horfir á listaverkið. Þetta er sannkalla listaverk, því að Kalli málar hringi og augu, þríhyrninga og örvar á bakið á Gústa í öllum regnbogans litum. „Málaðu nú Grétu, mig langar svo að sjá, hvað þú ert mikill snillingur," segir Gústi, þegar Kalli lítur ánægður á verkið. Gréta hlær og hlær, en þá skammar höfðinginn hana og snýr sér strax að henni með brúna litinn. Hann málar langar rákir á andlit hennar og hún afmyndast öll. „Jæja, þá eru það hand- leggirnir og vel á minnst, þú þarft að fá eyrna- lokka. Biddu mömmu þína um að láta þig fá gardínuhringi. Ég skal hafa ráð með að bora gat á eyrnasneþlana." Nú stendur Grétu ekki á

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.