Barnablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 3
N T Riblíufrœðslan
Nýja Testamentið
Jólasagan
Biblíuvers: Lúkas 1,26-38 og 2,1-20.
Aðalatriði: Jesús kom til cfð bjarga mönnunum.
Til að muna: Jóhctnnes 3,16: „Því svo elskaði
Guð heiminn að hctnn gaf son sinn eingetinn."
11 upphctfi skctpaði Guð heiminn, Guð bjó til
gróður og dýr og menn. Heimurinn var
fallegur og allt var gott þangað til að einn
daginn ... maðurinn ákvað að óhlýðnast
Guði, hann gerði það sem var bannað, Smátt
og smátt gerði fólkið verri og verri hluti og að
lokum gleYmdi það Guði cáveg.
2En Guð hafði ekki gleymt íólkinu af því að
hann elskar alla menn. Guð vissi að það
var bara ein leið til að bjarga mönnunum.
Jesús varð að koma til að kenna þeim um
Guð og búa til leið frá jörðinni til himinsins.
3Í Nasaret bjó stúlka sem hét María, hún
var góð stúlka og elskaði Guð. Guð valdi
Maríu til að verða móðir Jesú. Guð sendi
engil til Maríu og engillinn sagði henni að
hún myndi eignast barn og það barn yrði
sonur Guðs.
4María giítist Jósef og rétt áður en barnið
átti að fœðast þurítu þau að fara í langa
ferð. Þau fóm til Betlehem. En þegar þangað
kom voru öll gistihúsin full af gestum og
María og Jósef þurítu að gista í fjárhúsi.
5Sonur Guðs íœddist í gripahúsi og María
og Jósef vissu að þetta var sérstakt barn.
Manstu eftir sögunni um vitringana sem
fylgdu stjömunni til að finna nýja konunginn?
Og manstu eftir hirðunum sem sáu englana
á Betlehemsvöllum? Allt þetta gerðist þegar
sonur Guðs íœddist.
ÓEn Jesús stœkkaði og hann gerði aldrei
neitt rangt. Þegar hann varð þrjátíu ára
þá fór hann að segja fólkinu frá Guðsríki og í
þrjú ár hjálpaði hann þeim sem áttu bágt og
lœknaði marga sjúka. En svo gerðist það að
þeir sem réðu í landinu urðu hrœddir við Jesú
og á endanum drápu þeir hann.
7En Jesús reis upp írá dauðum og hann
sagði sjálfur að hann vœri vegurinn til
himins. Ef þú biður Jesú að fyrirgefa þér
syndir þínar, þá gerir hann það og þá ertu á
veginum til himins.