Barnablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2
Barnablaðið er gefið
út af Hvítasunnukirkjunni
á Akureyri, pósthólf 208
602 Akureyri, sími 461-
2220, myndsendir 461-2231.
Ritstjórar
Útlitshönnuður Teiknari
Arnar Hjörtur
Yngvason Birgisson
Gjaldkeri Auglýsingastjóri
gmm
Ásdís Árni
Jóhannsdóttir Vilmundars.
Framkvæmdastjóri:
Vörður Traustason.
Barnablaðið kemur
út sex sinnum á ári (í
febrúar, apríl, júní, ágúst,
október og desember).
Blaðið er selt í áskrift á 1.850
kr. (1.750 kr. fyrir þá sem
greiða með kreditkorti) og í
lausasölu á 350 kr.
Askriftartímabil er frá
janúar til desember sama
ár. Uppsögn miðast við
áramót. Vinsamlega
tilkynnið ef breyting
verður á heimilisfangi eða
áskrift.
Þetta tölublað er
gefið út í 1000 eintökum.
Um prentvinnslu sér
Ásprent/POB hf.
Barnablaðið hefur komið
út síðan 1938.
í upphafí...
Á mínu heimili eru hefðir í heiðri haldnar um jólin, við förum í kirkju,
borðum hátíðarmáltíð og lesum jólaguðspjallið í öðrum kafla Lúkasar
áður en gjafirnar eru opnaðar. Fjölskyldan eyðir tímanum saman og
nýtur jólanna með vinum og ættingjum. Barnablaðið er líka í
hátíðarskapi, það geymir jólasögur og jólaefni en við höfum í
pokahorninu nokkrar breytingar eins og þú sérð þegar blaðið er
skoðað. Börn á aldrinum eins til fimm ára hafa fengið eina opnu fyrir
sig, þú finnur hana á bls. 4-5. sex, sjö og átta ára börnin eiga opnuna á
bls. 6-7, níu, tíu, ellefu og tólf ára krakkarnir eiga bls. 8-9. Fullorðna
fólkið fær opnu fyrir sig sem verður notuð fyrir foreldrasíðuna og
barnastarfsmenn. Við höfum líka hafið undirbúning að unglingasíðum
og ég vona að þær verði að veruleika sem allra fyrst. Við sem störfum
að blaðinu vonum að þetta verði til þess að allir fái efni við sitt hæfi og
Barnablaðið verði sannkallað fjölskyldublað.
Við sem vinnum að blaðinu
óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.
BRANDARAR
Valt Disney? Nei, honum var hrint!
Hvað er hámark varkárninnar?
Snigill sem bremsar í beygju!
Hvað stóð á hurðinni hjá
tannlækninum á Mars?
„Lokað vegna jarðarfarar!11
Til hvers fór fíllinn í annað sinn yfir
götuna? Til þess að tína upp
krömdu kjúklingana!
Hvað fann skrímslið sér að borða
eftirtímann hjá tannlækninum?
Tannlækninn!
Hvað sagði rollan við hrútinn?
Hittumst í kjötbúðinni!
Hvað eru allir hafnfirðingarnir að
gera niður við tjörn?
Láta endurskoða skattskýrslurnar!
Eiríkur Heiðar Nílsson
10 ára
Efnisyfírlit
3 NT Biblíufræðslan
m
Efni fyrir 1 til 5 ára börn
Hreiðrið
Verkefni og litabók
Efni fyrir 6 til 8 ára börn
Jólabæn Tedda
Verkefni
8-9 Efni fyrir 9 til 12 ára börn
Vissir þú þetta um fæðingu Jesú?
10 Pósthólfið og viðtal
11 Pétur hringir til Guðs
12-13 Annað en sýnist
14-15 Drama og jólaleikur
16 Soja kemst í skóla
17 Jólaföndur
18-19 Sögumaðurinn
20 Kaffibaunirnar
21 Jólaföndur
22-23 Framhaldssagan Fjörkálfarnir
2
Bamablaðið