Barnablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 20
SMÁSACAN Kaffibauiiirnar Elsa var nýkomin úr sunnudaga- skólanum og þar hafði kennslukonan sagt að Jesú langaði til að honum væru gefnar jólagjafir. Kennslukonan útskýrði þetta betur og sagði börnunum að þegar þau gæfu fátækum og sjúkum þá væri það eins og þau gæfu Jesú gjöf. „Þið megið ekki gleyma að gefa Jesú eitthvað/' sagði kennslukonan. „að vísu er langt til jóla en þið getið samt farið að hugsa fyrir gjöfinni handa Jesú nú þegar. Það er gott að gefa pabba, mömmu og systkinum sínum gjafir en þið megið ekki gleyma Jesú. Jólin eru afmælishátíð hans og þá er auðskilið að hann vonast eftir einhverju frá okkur. " Elsa litla hlustaði af athygli, hún sá mikið eftir því að hafa ekki gefið Jesú neina gjöf fyrr. Nú var hún orðin sjö ára og hún hafði aldrei gefið Jesú nokkurn skapaðan hlut. En núna ætlað Elsa að minnast hans, það var alveg víst. Nú þurfti hún bara að finna einhvern sjúkan eða fátækan. Elsa fór að hugsa um Lísu frænku sem bjó í næstu götu, hún var svo lasin að hún gat varla farið í búðina og svo var hún mjög fátæk. Fyrir nokkru hafði Elsa fengið að fara til Lísu frænku með poka af gervikaffi en Lísu fannst gott að fá heitan kaffisopa. Elsa mundi enn hvað Lísa varð glöð þegar hún fékk kaffið. „Guð blessi þig," hafði Lísa sagt „þú ert engill sendur frá Guði." Og nú skammaðist Elsa sín, að hugsa sér að hún skildi gefa Jesú gerfikaffi, pabbi og mamma voru kannski ekki rík en gervikaffi drukku þau samt aldrei. Því meira sem Elsa hugsaði um þetta því sorgbitnari varð hún. Aldrei framar skyldi hún gefa Jesú svo lélega gjöf. Dag nokkurn þegar mamma var að mala kaffi, kom Elsa til hennar og sagði hikandi, „Mamma, get ég fengið eina kaffibaun?'' Mamma varð hissa, „það er ekki hægt að borða kaffibaunir," sagði hún. „Eg ætla ekki 20 ........................................ að borða hana," svaraði Elsa, „viltu gefa mér eina baun?" Mamma brosti, tók fimm baunir úr pokanum og gaf Elsu. „Þakka þér fyrir elsku mamma," sagði Elsa og hljóp í burtu til að fela feng sinn. Næsta dag bað Elsa mömmu aftur um baun, „ bara tvær eða þrjár?" Sagði hún og mamma gaf henni baunir. Þetta endurtók sig aftur og aftur í hvert sinn sem mamma malaði kaffið. Að vísu skildi mamma ekkert í því hvað Elsa ætlaði að gera við baunirnar en hún gat ekki neitað litlu stúlkunni sinni um svo lítinn hlut. Tíminn leið og bráðum voru komin jól. Elsa hélt áfram að biðja um baunir og eitt sinn sagði mamma „þú mátt biðja um baunir fram að nýja árinu en þá verður þú að hætta." Eg ætla ekki að biðja um meira því að pokinn er orðin fullur," svaraði Elsa. „Hvaða poki? Spurði mamma. „Pokinn hans Jesú," svaraði Elsa þá, en mamma skildi ekkert hvað hún var að fara og Elsa útskýrði málið. „Eg hef ekki notað baunirnar," sagði hún, „Eg ætla að gefa Jesú þær í jólagjöf." Og svo sagði Elsa mömmu sinni frá því sem sunnudagaskólakennarinn hafði sagt. Mamma táraðist þegar hún heyrði frásögn dóttur sinnar og þegar hún fékk að sjá kaffibaunapokann varð hún alveg hissa. „Getur verið að þetta séu orðnar svona margar baunir? Þú ert dugleg stúlka, það verð ég að segja." Mamma klappaði Elsu á kinnina. „En hverjum ætlar þú að gefa kaffið?" Spurði mamma að lokum. „Lísu frænku því hún er bæði sjúk og fátæk," svaraði Elsa. „Kennslukonan sagði að það sem við gæfum slíkum væri eins og við værum að gefa Jesú." „Það er alveg rétt," sagði mamma, „en afþví að nú er svo stutt til jóla ættir þú að færa Lísu frænku jólagjöfina strax." Mamma tók fram körfu og tíndi ofan í hana ýmsar vörur, bæði brauð og kjöt, en efst í körfuna setti hún kaffibaunapokann frá Elsu."Nú verður Jesús undrandi," sagði Elsa, „ég er viss um að hann hélt að hann fengi bara gervikaffi frá okkur." Bamctblaðið

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.