Barnablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 6
Jólabæn
Tedda
Það var í vikunni fyrir jólin,
Teddi var að biðja bænirnar sínar og
að endingu sagði hann „kæri, góði
Guð, má ég fá öll leikföngin sem ég
bað um, amen!" Síðan opnaði Teddi
augun, leit á pabba sinn og spurði:
„Var þetta ekki góð bæn?" Pabbi
svaraði: „Þetta var bæn lítils drengs en
nú langar mig að vita hvort þú getur
æft þig fram að jólum í að biðja sannrar
jólabænar." Allan næsta dag var Teddi
að hugsa um jólabænina. Þennan dag
heyrði hann líka sönginn um
„jólabjöllurnar" og þá hélt hann að nú
vissi hann svarið við spurningu pabba.
Um kvöldið bað hann Guð um að fá
að aka á sleða með hesti fyrir en pabbi
hristi höfuðið. Þetta var ekki sönn
jólabæn.
Daginn eftir sá Teddi stórt jólatré
og um kvöldið bað hann Guð að gefa
sér stærsta og fallegasta jólatréð í
heiminum, aftur hristi pabbi höfuðið.
Tedda gekk ekki vel að biðja í anda
jólanna. Næsta dag heyrði Teddi að
spáð var snjókomu um jólin og þá um
kvöldið bað hann um snjó, en pabbi
hét áfram að hrista höfuðið.
Tveimur dögum fyrir jól kom
pabbi heim með gæsina sem átti að
vera í jólamatinn og um kvöldið
þakkaði Teddi Guði fyrir að hafa gefið
sér góðan jólamat. Pabbi hristi ekki
höfuðið og það gladdi Tedd. „Teddi
6...................
minn," sagði pabbi, „Þetta var betri
bæn vegna þess að þú þakkaðir Guði
fyrir jólagæsina í stað þess að biðja um
eitthvaðfyrir sjálfan þig, en jólabæn er
meira en bara bæn sem snertir sjálfan
þig." Daginn eftir var þorláksmessa
og þar með síðasta tækifærið að hugsa
um jólabænina. Þegar Teddi var
kominn í náttfötin sín stóð hann um
stund við gluggann sinn og horfði á
uppljómuð húsin hinu megin við
götuna. „A morgun verða jólin haldin
hátíðleg í öllum þessum húsum,
„hugsaði Teddi. „Og um allan heim er
fólk að undirbúa jólin núna, bæði í
heitu löndunum og köldu löndunum.
✓ /
A Islandi og í Afríku, á skipum út á sjó
og upp í fjallaþorpum í Sviss,
allsstaðar koma jólin." Teddi hugsaði
um allt þetta ólíka fólk sem væri að
hugsa um Jesú, frelsara mannanna.
Síðan lokaði Teddi augunum og bað:
„Kæri Guð, blessaðu alla sem eiga
bágt og hjálpaðu þeim. Einnig alla
aðra á þessari jörð, í Jesú nafni, amen."
Pabbi kyssti Tedda góða nótt um leið
og hann sagði: „Þetta var sönn
jólabæn." Teddi sofnaði glaður, nú
vissi hann um hvað jólin snérust.
Bamabloðið