Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 1
3. tbl. 26. mars 1987 Abyrgðarmaður: Óskar Alfreðsson. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Hitaveitan tekur lán til skuldbreytinga: Skattur í ríkissjóð vegna lántökunnar 19 milljónir Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar véfréttir frá stjórninni um að sl. þriðjudag var samþykkt lán- taka hjá Citycorp Investment bankanum í Lundúnum að upp- hæð 32 milljónir dollarar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar á lánum Hitaveitu Akureyrar. Málefni hitaveitunnar hafa nú um skeið verið til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni og hefur hvorki gengið né rekið með að fá svör frá stjórninni um hvað hún hygð- ist gera til að leysa vanda veit- unnar. Annað veifið hafa borist búið væri að afgreiða málið og hitavatnsnotendur á Akureyri gætu búist við 20% lækkun á gjaldskrá. - En þegar spurst hef- ur verið fyrir um í hverju lausnin væri fólgin, hefur orðið minna um svör. Þó er haft eftir Stein- grími Hermannssyni, forsætis- ráðherra, og Þorsteini Pálssyni, fjármálaráðherra í Morgunblað- inu í gær, að ríkissjóður muni aðstoða Hitaveitu Akureyrar til skuldbreytinga á lánum, en ekki mun vera á borðum ríkisstjórnar- innar nein áætlun til lækkunar skulda veitunnar. Vissulega getur skuldbreyting eitthvað gagnast veitunni, en raunskuldir hennar lækka ekki við það. Þess má svo að lokum geta, að fyrrgreint lán, sem bæjarsjóður er nú að taka til skuldbreytingar á lánum Hitaveitu Akureyrar, er með ríkisábyrgð. Og ekkert gerir ríkið án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ábyrgðargjald, sem bæjarsjóður verður að greiða ríkissjóði vegna þessarar lán- töku, nemur krónum 19 milljón- um! Þetta lántökugjald í ríkis- sjóð fékkst ekki niðurfellt, þrátt fyrir að ríkt væri eftir því leitað. - Það er gott, að við Akureyringar eigum góða að í ríkisstjórninni - en gæti „aðstoðin" ekki orðið okkur of dýr, áður en yfir lýkur, ef svona heldur fram? Undirbúningur kosningabaráttunnar ræddur á flokksskrifstofunni á Akureyri: Árni, Hreinn, Arnór og Sigbjörn. Húsnæðismálastjórn: Réttindi falla niður vegna árs námsdvalar erlendis Nýtt kerfi húsnæðismálastjórn- arlána hefur tekið gildi og hefur vissulega orðið þess valdandi að mikill fjöldi fólks hér á Akureyri hefur litið til þess vonaraugum að geta nú ef til vill farið að hugsa til þess að eignast þak yfir höfuðið. Þó er ekki þar með sagt að allir geti vænst fyrirgreiðslu úr þessum sameiginlega sjóði landsmanna, jafnvel þótt venjulegu fólki finn- ist að það eigi að eiga sama rétt og aðrir. Ungt sambýlisfólk héðan frá Akureyri, sem nú er í Dan- mörku, hún við nám en hann í vinnu, áætla að koma heim til íslands í ágúst á þessu ári. Aðstandendur þeirra hér heima fóru á stúfana til að kanna láns- möguleika þeirra hjá húsnæðis- málastjórn, en bæði hafa þau borgað í lífeyrissjóði hér heima um margra ára skeið. Og þá kom babb í bátinn. í ljós kom að vinnuveitandi unga mannsins í Danmörku hafði ekki dregið af honum til lífeyrissjóðs þar og unga konan greiddi að sjálfsögðu ekki í neinn sjóð undanfarin ár, þar sem hún var jú í námi og tekjulaus. Og þar með féll úrskurðurinn, lok lok og læs. Þið getið vænst láns 24 mánuðum eft- ir að þið komið heim, það er að segja ef þið greiðið þá samfleytt í tvö ár í lífeyrissjóð. Eins árs fjar- vera vegna náms ungu konunnar varð til þess að réttindi féllu niður! Sanngjarnt, ekki satt. - „Kerfið" lætur ekki að sér hæða. Abyrgð okkar gagnvart börnum í barnatíma, sem fluttur var í Stöð II fyrir nokkrum dögum, var ég spurður að því, hvað Alþýðuflokkurinn vildi gera fyrir börn og unglinga. Þar nefndi ég þrjú atriði, sem ég tel mjög veigamikil. Jafnframt benti ég á það, að á Alþingi 1978 hefði ég flutt yfirgrips- mikla tillögu um umbætur í málefnum barna, sem byggðist að verulegu leyti á stefnumótun Sambands alþýðuflokkskvenna í þessum málaflokki. Þessi til- laga var í 16 greinum, og var þar meðal annars hvatt til stofn- unar umboðsmanns barna. En atriðin þrjú, sem ég nefndi, voru þessi: 1. Við eigum að skila foreldr- unum aftur til barnanna. 2. Við eigum að skila börnun- um aftur þeim peningum, sem við höfum tekið að láni erlendis með veði í börnun- um. 3. Við eigum að skila börnun- um landinu og gróðri þess í jafngóðu ástandi, og helst betra, en þegar við tókum við því. Varðandi fyrsta atriðið er þetta að segja: Á undanförnum áratugum höfum við fylgt stefnu í þjóðfélagsþróun, sem í raun er mannfjandsamleg. Ungu fólki hefur verið gert að eyða öllum kröftum og bestu árum ævinnar til að koma sér upp þaki yfir höfuðið og stofna heimili. Þessu hefur fylgt gegndarlaus vinnu- þrældómur, bæði hjá þeim, sem fara ungir út á vinnumarkaðinn og þeim, sem fara í langskóla- nám. Þegar svo mesta baslinu er lokið og skuldirnar viðráðanleg- ar eða að fullu greiddar, þá eru börnin að hverfa að heiman og foreldrarnir sitja eftir með sárt ennið, og hafa kannski aldrei haft tækifæri til þess að kynnast börnum sínum, helst séð þau sofandi. í allri þeirri firringu, sem þessu hefur fylgt, hefur heimil- islífið orðið fyrir stórfelldum áföllum, mannleg samskipti far- ið úr skorðum og hamingjan orðið utanveltu. Mest hafa börnin liðið fyrir þetta, einkum vegna þess, að skólakerfið hef- ur ekki þróast nægjanlega til að geta gegnt hlutverki uppaland- ans. - Það er og verður algjört grundvallaratriði að stokka upp núverandi kerfi með það fyrir augum, að börnin fái foreldra sína aftur, - að eðlilegt heimilis- líf fái að blómstra. Til að svo megi verða, þarf að gera grund- vallarbreytingar á íbúðalána- kerfinu og fleiri veigamiklum þáttum samfélagsins, svo for- eldrar þurfi ekki að nota bestu ár ævinnar í glórulaust brauð- strit og glati þar með börnum sínum. Um annað atriðið þarf ekki að fara mörgum orðum. Á undanförnum árum hefur mín kynslóð tekið gífurlegar fjár- hæðir að láni erlendis, svo nú nemur hundruðum þúsunda á hvert mannsbarn. Það mun taka áratugi að greiða þessi lán, og það er deginum ljósara að börn- um okkar verður gert að greiða þau upp, ef við stöðvum ekki þegar lántökur og hröðum endurgreiðslu. Fyrir nokkrum árum hirtum við allt sparifé gamla fólksins, og nú leggjum við skuldabyrðar á herðar barna okkar. Þriðja atriðið er ekki síður mikilvægt, þ.e. að skila börnun- um landinu jafngóðu og helst í betra ástandi en við tókum við því. Því miður höfum við ekki skynjað landið okkar sem lif- andi veru, sem okkur ber að umgangast með virðingu og var- færni. Frá landnámi höfum við eyðilagt, ásamt náttúruöflun- um, tugi þúsunda ferkílómetra af grónu landi, og nú glötum við árlega um 3500 hekturum. Þar á móti hefur okkur aðeins tekist að græða upp um 2500 hektara, svo 1000 hektarar glatast ár hvert. Hér verður að spyrna við fótum. En það er ekki einvörð- ungu gróðureyðingin, sem við þurfum að huga að, heldur og hvers konar umhverfismengun og aðgæsluleysi gagnvart henni. Allt eru þetta gífurlega veiga- mikil mál, sem við verðum að takast á við. Við eigum börnum okkar stóra skuld að gjalda. Við höfum ekki sést fyrir og samfé- lagsþróunin gert okkur ókleift að snúast til varnar. Þar vegur þungt láglaunastefnan, aðförin að velferðarsamfélaginu og áhrif nýfrjálshyggjunnar á þró- un þjóðfélagsmálanna. Árni Gunnarsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.