Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Leiöari: Þeirra er verðbólgan Það er varla nokkrum blöðum um það að fletta, að núverandi stjórnarflokkar hafa fullan hug á áfram- haldandi samstarfi að kosningum loknum, og svo virðist, ef marka má skoðanakannanir, sem kjós- endur þessara flokka margir hverjir séu síður en svo á móti framlengingu hjónabandsins. Ekki er auðvelt að geta sér til um það hvers vegna svo margir kjósendur eru fylgjandi áfram- haldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, því ekki geturferill þessararstjórnartalist svo glæsilegur. Hún var í upphafi mynduð nánast utan um eitt einasta mál, það er að segja einhverja stórfelldustu flötu kjaraskerðingu sem þekkst hef- ur í sögu lýðveldisins. Var þetta gert í nafni hinnar heilögu krossferðar gegn verðbólguófreskjunni, og mikið talað um að þjóðin hefði lifað um efni fram, og að á eftir hverri góðri veislu fylgi timbur- menn. Þetta kann rétt að vera, hitt gleymdist, að geta veislustjóranna, en vitaskuld voru það engir aðrir en framsóknarmenn, með fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar, og meðal þjónanna í verðbólguveislunni mátti að sjálfsögðu finna allnokkra sjálfstæðis- menn, þeirra á meðal Pálma Jónsson formann fjárveitinganefndar Alþingis. Þessari þátttöku stjórnarflokkanna núverandi í verðbólguveislunni er þó skiljanlega lítið hampað. Og vitaskuld hefur ekkert verið gert til að vinna bug á verðbólgunni. Hún hefur einfaldlega verið niðurgreidd af verkalýðshreyfingunni, auk þess sem einstaklega hagstæð ytri skilyrði hafa hjálpað upp á sakirnar. Engin raunhæf stefna hefur verið mörkuð hvorki í verðlagsmálum né gengismálum, hvað þá peningamálum eða ríkisfjármálum. Því er útlit fyrir það að mikil verðbólgusprenging verði, þegar eftir kosningar, og raunar eru þegar ýmis teikn á lofti sem benda til þess að verðbólgan sé á uppleið. Að vísu, þá kann svo að fara að gripið verði til aðgerða sem eru eitthvað í stíl við það sem gert var 1983. Þetta ættu kjósendur að hafa í huga áður en þeir greiða núverandi stjórnarflokkum at- kvæði sitt. Þeirra er kjaraskerðing og byggðarösk- un, þeirra er vaxtaokrið og velferðarkerfi fyrirtækj- anna. Og umfram allt. Þeirra er verðbólgan. R.A. AKUREYRARÐÆR Barnaleikvellir Störí gæslufólks viö barnaleikvelli Akureyrar á komandi sumri eru laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa aö hafa náö 18 ára aldri og sótt námskeið í uppeldisfræðum eða hafa hald- góða reynslu í barnauppeldi. Nánari upplýsingar um starfiö gefur umsjónarmaöur leikvalla í síma 21281 milli kl. 10 og 12 f.h. Félagmálastofnun Akureyrar. AKUREYRARBÆR Hjúkrunarfræðingar - Sjúkraliðar Á dvalarheimili aldraöra, Hlíö og Skjaldarvík, vantar hjúkrunarfræöinga og sjúkraliða í sumar- afleysingar. Einnig vantar hjúkrunarfræöing nú þegar eða eftir nánara samkomulagi á kvöldvaktir í Hlíð. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 23174 eöa 24530. “ „Man fyrst eftir mér í kosningaslag 1959, þá átta ára gamall," segir Sigbjörn Gunnarsson, 2. maður á lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra: - Og nú stefnir þú á þing- setu? „Já, fram til þessa hef ég starfað meira á bak við tjöldin innan flokksins. Þá var það einnig að íþróttirnar tóku mik- inn tíma frá mér, auk þess sem uppbygging fyrirtækisins var tímafrek. Allt þetta bitnaði að sjálfsögðu á fjölskyldulífinu. En nú eru börn okkar orðin eldri og íþróttaferlinum að mestu lokið. Þar með skapast meiri tími til að sinna öðrum áhugamálum. Ég ákvað því að gefa kost á mér í annað sæti á lista Alþýðuflokksin hér að þessu sinni og hlaut traust fólks til þess að skipa það sæti. Og sem fyrrum íþróttamaður, sem aldrei var ánægður með annað en að sigra, þá geng ég til þessarar baráttu til þess að sigra - og sigurinn í okkar kjördæmi er sá að við Árni Gunnarsson náum báðir kjöri 55 „Af hverju ég sækist eftir setu á Alþingi? Vitaskuld vegna þess að ég vil hafa áhrif á gang þjóðmála, ég vil að jafnaðarstefnan eigi sem flesta fulltrúa á lög- gjafarsamkundunni. Ég blæs á það kjaftæði í ýmsum frambjóðendum til þings, þegar þeir segjast sækjast eftir setu þar vegna áskorana svo og svo margra stuðningsmanna, þetta er kjaftæði, auðvitað vilja menn komast þarna inn til þess að hafa áhrif, koma sinni Iífsstefnu fram - og það skyldi fólk almennt hafa í huga, þegar kosið er til Alþingis, að tekist er á þar um mis- munandi þjóðmálastefnur,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, annar maður á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þegar Alþýðumaðurinn ræddi við hann í vikunni. „Segja má, að ég hafi drukk- ið í mig jafnaðarstefnuna með móðurmjólkinni, því að ég man ekki eftir öðru heima en bullandi pólitískri umræðu. Foreldrar mínir eru Gunnar Steindórsson og Guðrún Sig- björnsdóttir, sem bæði hafa aíla tíð verið virk í starfi Alþýðuflokksins hér á Akur- eyri. Svo má líka nefna afa minn Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistara MA, en hann stóð í eldlínunni hér til fjölda ára, sat í bæjarstjórn um árabil og var oftast annar mað- ur á lista til Alþingis. Ég man fyrst eftir kosningaslag árið 1959, en þá var ég átta ára gamall. Ég man, að þá var afi í framboði á ísafirði í sumar- kosningunum og náði kosn- ingu. Af þessu má ráða að snemma hafi hugurinn staðið til stjórnmála og lítið lát orðið á, utan það hvað lífsbaráttan hefur ekki fram til þessa leyft að ég hafi getað séð af tíma og fyrirhöfn til þess að sinna þessu áhugamáli mínu.“ - Hvernig tekur fjölskyldan þessu framboði þínu nú? „Það er óhætt að segja, að hún stendur einhuga á bak við mig í þessum efnum. Ég og kona mín, Guðbjörg Þorvalds- dótttir, eigum fjögur börn, Hildi Björk, tvíburana Guð- rúnu og Þorvald og Rósu Mar- íu. Við hjónin kynntumst í kosningabaráttu árið 1971, störfuðum þá bæði töluvert fyrir Alþýðuflokkinn. Við skulum ekkert vera að hafa hátt um úrslit þeirra kosninga, en þá lagðist Viðreisnin fræga af. Samband okkar hjónakorn- anna blómgaðist hins vegar betur. Ég var þá við nám í MA, varð stúdent 1972. Eftir það kenndi ég í tvo vetur við Gagnfræðaskóla Akureyrar, en hóf síðan nám í lögfræði við HÍ, en kona mín hafði verið við nám í Fóstruskólanum. Við áttum þá þegar orðið þrjú börn, þannig að námið var gef- ið upp á bátinn og lífsbaráttan stranga, sem allir ungir for- eldrar verða að ganga í gegnum, hófst. Ég kenndi einn vetur við GA, en opnaði síðan Sporthúsið í júní 1976 og hef rekið þá verslun síðan. Fyrstu árin eftir það var ég noickuð við kennslu, en brátt kom að því að verslunin tók allan minn tíma og hef ég síðan rekið hana með góðri aðstoð bróður míns, Gunnars. Þetta er nú at- vinnusaga mín, en sem korn- ungur drengur var ég töluvert við blaðburð, og þótti að ég held bara nokkuð samvisku- samur og traustur í því starfi. Þó kom það eitt sinn fyrir að ég sveikst um og er þar smá- saga á bak við. Ég bar þá út íslending heitinn, sem sjálf- stæðismenn hér gáfu þá út. Það mun svo hafa verið við bæj arstjórnarkosningarnar 1962 að eitthvað voru íslend- ingsmenn að skjóta á Steindór afa minn í forsíðugrein. Blaðið var þá í kosningahríðinni borið til allra bæjarbúa. Mér mislík- aði ákaflega þessi grein og ég man að ég bar blaðið aðeins til áskrifenda í það skiptið en fyrirkom afganginum, þar sem ég þóttist viss um að enginn næði til þess. Þetta angraði nú samviskuna pínulítið, en sýnir að snemma gerðist kauði póli- tískur.“ til Alþingis. Jafnaðarstefnan er í mikilli sókn um land allt um þessar mundir, kynslóðaskipti eru á næsta leiti, ekki bara á Alþingi, heldur eru kynslóða- skipti að ganga yfir í öllu þjóð- lífinu. Ég tel að straumur þess- arar nýju kynslóðar liggi til jafnaðarstefnunnar og ég vona að framundan sé tímabil þar sem sú stefna tekst á við aftur- haldið í landinu, að nú sjái loksins hylla undir að í uppsigl- ingu sé stór flokkur til mótvæg- is við íhaldið - og að Fram- sókn og Alþýðubandalag fái að vera með sem tveir litlir flokk- ar, stefnulausir í raun og þverrandi að áhrifum.“ - Þú hugsar þá með til- hlökkun til starfa að stjórnmál- um? „Já, það er ljóst, eins og ég var að segja áðan, að ákveðin kynslóðaskipti eru að eiga sér stað, þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Þetta á ekki hvað síst við í Alþýðuflokkn- um, þar sem stór hópur ungs fólks hefur komið inn til virks starfs. Benda má t.d. á að 7 af 14 frambjóðendum flokksins hér í kjördæminu eru yngri en 35 ára. Ég er að vona að með þessum kynslóðaskiptum verði einnig ákveðin breyting á störfum Alþingis - og þá til betri vegar. Ég vona að þetta unga fólk verði ekki jafnbund- ið á flokksklafa og verið hefur - meira verði um sjálfstæði þingmanna og þeir óhræddari við að halda fram sínum skoðunum, hvað sem líður skoðunum flokkavaldsins.“ - Má þá vænta þess að þú verður óþægur þingmaður - látir ekki flokkinn leiða þig?

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.