Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 llla undirbúinn grunnskólanemandi verður seint fyritaksnemandi í framhaldsskóla „Það þarf ekki endilega að vera í sjálfu sér, skoðanir mín- ar og flokksins hafa farið mjög saman fram að þessu. En ég hef hins vegar alla tíð verið því marki brenndur að vilja taka mínar ákvarðanir sjálfur og standa fast á þeim. Ég held þó, ég sé að halda því fram, að framhaldskólakennarar eigi ekki betri laun skilin, en grunnskólakennsla í landinu situr á hakanum. Að veruleg- um hluta eru grunnskólakenn- arar konur og gjarnan sem önnur fyrirvinna heimilisins. Það að svo stór hluti kennara við grunnskóla er konur stafar auðvitað af því að launin eru of lág. Þar sem laun eru lág er útilokað að búast við árangri. Launamisrétti kynjanna er hrópandi í þessu þjóðfélagi. Við eigum að forðast að „búa til“ starfsstéttir eftir kynjum. Annars álít ég ekkert sérlega heppilegt að börnin séu stöð- ugt undir verndarvæng kvenna fram á fullorðinsár. Gangurinn er gjarnan sá að konurnar ann- ast að m'estu um börnin, sem mæður, síðan fóstrur og þá grunnskólakennarar. Síðan taka karlarnir gjarnan við í .. snemma gerðist kauði pólitískur" við að segja hug sinn allan'. Slíkt verður að hverfa. Menn verða að standa og falla með sínum skoðunum. Það þýðir ekki bara að blaðra um „vinsæl" mál. Því miður hefur það fram til þessa verið talið best til atkvæðaveiða, en ég er „íþróttirnar eru þar mest afgerandi og hafa tekið mestan tíma í gegnum árin. Ég spilaði knattspyrnu með ÍBA og KA í yfir 20 ár, í yngri flokkum og upp í meistaraflokk - og er reyndar enn að keppa með Old boys í KA, urðum t.d. tvöfald- ir Akureyrarmeistarar í fyrra. Þá æfði ég lengi handbolta með KA og svo skondið sem það er, þá er ég enn einn af 10 leikjahæstu mönnum hjá KA í handboltanum. Þá var ég einn- ig svolítið að fitla við körfu- bolta, en hæð mín hjálpaði nú ekki beinlínis í fráköstunum þar. Þegar litið er til baka til liðinna ára, er kannski mest um vert að maður hefur eign- ast aragrúa vina og kunningja um land allt í gegnum íþrótt- irnar. Það er ómetanlegt. Keppnisíþróttirnar gefa iðkendum vissulega mikið - og taka að sjálfsögðu eitthvað frá til kosninga er að brúa þetta bil. Litlu framboðin í kjör- dæminu sækja flest atkvæði á vinstri væng stjórnmálanna, um það held ég að flestir séu sammála. Þeir sem eyða at- kvæðum sínum á þessi fram- boð eru því í raun að efla Sjálf- igum að forðast að „búa til“ starfsstéttir eftir kynjum“ Guðbjörg, Hildur, Þorvaldur, Guðrún, Sigbjörn og Rósa María. að ekki sé hægt að halda því fram, að ég geti ekki skipt um skoðun, ef mér er sýnt fram á að ég hafi haft á röngu að standa. Þannig býst ég ekki við að ég verði neinn upphlaups- maður innan flokksins, en ég lofa því ekki að vera alla tíð sammmála öllu sem gert kann að vera, en á meðan jafnaðar- stefnan verður leiðandi ljós í störfum flokksins, held ég að til slíks komi ekki, sú stefna fellur að mínum lífsskoðunum og meðan henni er fylgt, þá er ekki hætta á upphlaupi frá mér.“ Vantar herslumuninn - verðum að brúa bilið - Hver eru nú helstu sérmál þessa kjördæmis, sem nýr þingmaður leggur áherslu á? „Byggðamál eru á oddinum í þessum kosningum og er það vel. Þar tel ég vega þyngst eftir ferðalög mín um kjördæmið að undanförnu jöfnun og umbæt- ur í menntamálum. Sveitarfé- lögin hér í kjördæminu hafa af veikum mætti verið að yfir- bjóða kennara í launum, en þau eru öll illa í stakk búin til slíkra útgjalda, enda hafa allar aðgerðir núverandi stjórnvalda miðað að því að skerða sjálf- stæði sveitarfélaga. Þarna tel ég því að ríkisvaldið verði að grípa inn í, og er það mitt mat að miklu nauðsynlegra sé að bæta kjör grunnskólakennara en framhaldsskólakennara, þó þeirra kjaradeila skyggi á um þessar mundir. Það má enginn taka þessi ummæli mín svo, að framhaldsskólum og upp frá því sem deildarstjórar, for- stjórar og hvernig sem þetta allt nú er. Þetta er vitlaust kerfi sem þarf að vinna á. Ég vona að enginn taki orð mín þannig að ég sé að gera lítið úr konum, heldur þvert á móti. Við getum byrjað á því að bæta laun grunnskólakennara, því þar er grunnurinn lagður að frekari menntun. Illa undir- búinn grunnskólanemandi verður seint fyrirtaksnemandi í framhaldsskóla.“ - Ertu nú ekki að stuða eitthvað að væntanlegum kjós- endum þínum með þessu? „Kann að vera. En við skul- um átta okkur á því, að í pólitík kemst enginn hjá því að stuða fólk endrum og sinnuin. Eitt mesta mein í íslenskri pólitík er, hversu stjórnmálamenn eru hræddir sannfærður um að unga kyn- slóðin sem nú er að taka við í landinu, vill ekki láta matreiða ofan í sig eins og hverja aðra óvita. Fólkið vill vita skoðanir þingmanna sinna á öllum málum, ekki eingöngu þeim „vinsælu“. - Hver eru helstu áhugamál þín utan við pólitíkina? manni líka -en björtu hliðarn- ar eru yfirgnæfandi. Nú, ég er eins og margir landar mínir rnikill lestrarhestur, les helst ævisögur og skáldverk, íslensk og erlend. Þá hafa ferðalög ætíð heillað mig, utanlands og innan, en því miður hefur of lítið af tækifærum gefist til að sinna þessu áhugamáli. Seinni árin höfum við hjónin og börn- in þó getað tekið okkur reglu- lega gott sumarfrí annað hvert ár. Fyrstu 7 árin í okkar sam- búð liðu þó án þess að sumar- frí væri tekið.“ - Að lokum, Sigbjörn, hverja telur þú raunverulega möguleika þína til þess að ná kjöri að þessu sinni? „Miðað við síðustu skoðana- kannanir, vantar hersluinun- inn á að Alþýðuflokkurinn fái tvo menn kjörna á Norður- landi eystra. Okkar verk fram stæðisflokkinn til áhrifa í kjör- dæminu. Framsókn á sér ekki viðreisnar von eftir klofnings- framboð Stefáns Valgeirsson- ar. Alþýðubandalagið er hér í sams konar tilgangsleysi og annars staðar á landinu og smáframboðin gera ekkert annað en taka til sín atkvæði vinstra fólks, sem gætu nýst okkur Alþýðuflokksmönnum, en nýtast engum nema íhald- inu að öðrum kosti. Ég vil að lokum benda Akureyringum á, að oft hefur verið um það rætt að þeir væru afskiptir með þingmenn í kjördæminu. Ég er fæddur, uppalinn og starfandi á Akureyri, ég vil bjóða Akur- eyringum þjónustu mína á þingi. Sigur Alþýðuflokksins hér í kjördæminu gæti orðið sigur Akureyringa. Ég vona að mér verði veittur stuðningur til þess að svo megi verða.“

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.