Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 26.03.1987, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURINN - 3 gera sér grein fyrir því að ekki eru öll pólitísk félög byggð upp á bókstafstrú, alla vega ekki jafnaðarstefnan. Hlynur ritar um „kratana litlu“. Ætli al- þýðubandalagsmönnum vaxi í augum aukið fylgi jafnaðar- stefnunnar hér á landi sem um heim allan, þeir eru ekki einir um það, því fleiri bókstafstrú- arpólitíkusar skrölta. Ef ekki væri ofverkið fyrir áðurnefnd- an 18 ára nema og listakandid- at að kynna sér markmið jafn- aðarstefnunnar og ályktanir gerðar á 37. þingi Sambands ungra jafnaðarmanna, þá kynni að finnast einhver glóra í skrifum hans í komandi framtíð. Og enn úr grein Hlyns: „íhald og kratar hafa mælt gegn kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlöndum og er afstaða þeirra í friðar- og afvopnunarmálum í meira lagi einkennileg. Ef þessir flokkar komast til valda eftir kosningar er ljóst að ísland mun ekki verða í hópi þeirra landa sem styðja friðarfrumkvæðið.“ Nú vil ég upplýsa um álykt- anir 37. þings Sambands ungra jafnaðarmanna. „Jafnaðarstefnan er alþjóð- leg, hún hvorki byrjar né end- ar á íslandi eða annars staðar í heiminum, og þó Island sé lýðræðisríki með öllum þess kostum, fer því fjarri að allir íbúar heimsins búi við þessi sjálfsögðu mannréttindi. Meirihluti heimsins býr við ógnarstjórn, kúgun og mann- réttindabrot sem oft eru framin í nafni friðar og frelsis. Ungir jafnaðarmenn vilja að fjármunum sé varið til útrým- ingar hungri í heiminum í stað vígbúnaðarkapphlaups, að ein- staklingar, þjóðfélagshópar og þjóðir geri upp deilur sín á milli í anda lýðræðis og réttlæt- is og virðingin fyrir manngild- inu setji mark sitt á hvert þjóð- félag.“ Hvað um vígbúnaðarkapp- hlaupið sem Hlynur segir að við kratar séum fylgjandi? Frá 37. þingi S.U.J. „Sá friður, sem grundvallaður er á ógnar- jafnvægi gereyðingarvopna og gagnkvæmri fælingu, er óþol- andi ástand. 37. þing S.U.J. vonar því að í stað núverandi tortryggni skapist gagnkvæmt traust í samskiptum stórveld- anna, þannig að raunhæfur árangur fari að nást í afvopn- unarviðræðum milli þeirra. Afvopnun í áföngum hlýtur að vera sú leið sem vænlegust er að feta á langri göngu til varanlegs friðar. S.U.J. telur tillögur jafnaðarmanna um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd skref í rétta átt til afvopn- unar og aukins skilnings ráðamanna á gildi vopnalauss framtíðarfriðar milli þjóða heimsins.“ Sýnist þér lesandi góður að friðar- og afvopnunarmálum sé illa farið í höndum jafnaðar- manna? Ég held að Hlynur þurfi ekki að óttast það að „ísland verði að enn einni stjörnunni í bandaríska fánanum“, ekki meðan við íslendingar eigum okkar þjóðarstolt. En hitt er víst að ekki verður barist gegn því með baráttuaðferðum Hlyns, því þá væri hætta á að ísland yrði undir sigðinni. Það væri gaman að sjá pers- ónulegar skoðanir Hlyns á prenti og liver veit nema með meiri þroska geri hann sér grein fyrir því að baráttuhróp og uppivaðsla ’68 hippanna er löngu úrelt. Jóhann G. Möller, formaður F.U.J. á Akureyri. Kaldbakur: Fundið stjómsýslustig „Leitið og þér munuð finna,“ segir víst einhvers staðar á góðum stað, og í leit sinni að byggðastefnunni, sem týnd- ist fyrir mörgum árum upp- götvaði miðstjórn Framsókn- arflokksins allt í einu þriðja stjórnsýslustigið á fundi sín- um sem haldinn var á Sel- fossi. Var hugmyndin tekin nánast orðrétt upp úr Al- þýðublaðinu og henni hið snarasta kippt inn í ályktun miðstjórnar, enda ekki nema mánuður til kosninga. Út af fyrir sig er í sjálfu sér gleði- legt til þess að vita, að Al- þýðublaðið skuli svo mjög metið af miðstjórn Fram- sóknarflokksins. Væri betur ef þetta markaði upphaf þeirrar pólitísku endurhæf- ingar sem flokkur þessi þarf svo mjög á að halda. Sú mun þó tæpast vera raunin, heldur mun hinn skyndilegi áhugi þeirra Framsóknarmanna á þriðja stjórnsýslustiginu stafa af ótta þeirra við fylgis- aukningu Alþýðuflokksins á landsbyggðinni, og þá ekki síður vegna framboðs Þjóð- arffokksins sem að líkindum mun sækja megnið af fylgi sínu til óánægðra Framsókn-' armanna. Líkast til verða þessar hugmyndir svo jarð- aðar eftir kosningar, og má í því sambandi rifja upp hversu harkalega Framsókn- armenn börðust gegn þriðja stjórnsýslustiginu þegar til umræðu voru sveitarstjórn- arlög þau sem gárungarnir segja að félagsmálaráðherra hafi látið þýða úr dönsku. Annars hetur hugmyndin um þriðja stjórnsýslustigið verið viðruð víðar í Fram- sóknarflokknum en á Sel- fossfundinum, til að mynda hjá Jóhannesi Geir á Önguls- stöðum í nýlegri Dagsgrein sem andmælt var með ann- arri grein í sama blaði ritaðri af þeim ágæta manni Tómasi Inga Olrich sérfræðingi íhaldslistans á Norðurlandi eystra í byggðamálum. Að vísu stafa þessi andmæli hans af misskilningi að veru- legu leyti. Því er nefnilega ekki ætlað samkvæmt tillög- um Alþýðuflokksins, að vera einhver viðbót við núverandi skrifræði, heldur er ætlunin, að með tilkomu þess dragi stórlega úr vægi skrifstofu- apparatsins í Reykjavík með tilheyrandi fækkun starfs- fólks. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á það að fækka megi verulega í starfsliði menntamálaráðu- neytisins einfaldlega með til- færslu valds til fræðsluskrif- stofanna. En vitaskuld er enginn pólitískur vilji fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að draga úr yfirbyggingunni í þjóðfélaginu, enda miklir hagsmunir í húfi. Eða hver man nú hið fornkveðna: „Báknið burt.“ KjöilHtk Landsbankans - Góð bók fýrir l>jarla fmmtlð

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.