Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 verður arvist félegir ta Alþýðuflokksins að þar ber húsnæðismál hæst. Þar er hópur fólks útilokaður frá kerfinu vegna jjess að laun þeirra eru of lág. Eg hefi gjarn- an spurt á fundunum hvar það fólk eigi að búa. Við því hafa engin svör fengist. Það er vont húsnæðiskerfi sem tryggir ekki jafnt hinum efnaminnstu sem hinum efnameiri öruggt þak yfir höfuðið. Þetta fátæka fólk - það er til fátækt fólk í þjóðfélaginu - verður illa úti í húsnæðismálum. Það hefir ekki aðra kosti en að leigja á hinum frjálsa markaði og allir vita hvað það kostar, og hversu ótryggt það húsnæði get- ur verið. Fólk verður að hafa tryggt þak yfir höfuðið svo það fái notið þess öryggis sem nauð- synlegt er til að vera góðir upp- alendur komandi kynslóða. Við höfum því sett fram tillögur um kaupleigukerfi íbúða sem annan valkost við hlið hins hefð- bundna húsnæðiskerfis. Þá verða tryggingamál að vera í sí- felldri endurskoðun. Sá sem hælist um í dag getur verið orð- inn öryrki á morgun og vei þeim sem tala af léttúð um ónauðsyn- legt kerfi almannatrygginga." Hvað um mennta- og skóla- ál? „Ég hefi dálitlar áhyggjur af þróuninni í skólamálum og einkum í grunnskólunum. Þar leggjum við grunnin að framtíð- inni og engin bygging fær staðist nema grunnurinn sé traustur. Skólar úti á landsbyggðinni eru síður búnir tækjum til kennslu en skólar í mesta þéttbýlinu. Þá hefir gengið verr að fá mennt- aða og hæfa kennara til starfa úti á landsbyggðinni og það er ekki eingöngu vegna lágra launa. Það er líka vegna þess að ýmsum félagslegum þáttum hef- ir ekki verið sinnt sem skyldi, svo sem heilsugæslu, samgöng- um og fleiru. Því vill fólk frem- ur búa annars staðar, búa þar sem þessum málaflokkum hefir verið sinnt. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefir verið skertur og frumkvæði sveitarfélaga til tekjuöflunar verið af þeim tekið með miðstýringu valdhafanna. Því hafa sveitafélögin afar tak- markaða möguleika til að vinna að úrbótum.“ Hitaveitan á Akureyri heíir verið í brennidepli, sérð þú ein- hverjar leiðir til úrbóta? „Eitt grundvallaratriðið í stefnu okkar Alþýðuflokks- manna er að jafna aðstöðu og rétt fólks eins og kostur er. Það eru fleiri hitaveitur sem eiga í erfiðleikum heldur en veitan okkar hér á Akureyri og eiga orð mín því jafnt við um þær. Það er frumskilyrði að hita- kostnaður íbúa sem búa við hitaveitur verði ekki hærri en þeirra sem búa við niðurgreitt rafmagn. Því sýnist mér lausnin vera einhvers konar jöfnunar- sjóður. Mér líkar ekki málflutn- ingur manna eins og Halldórs Blöndal, sem sagði í sameinuðu þingi við umræður um vanda hitaveitna að það væri óþarfi og misskilningur að ræða þessi mál í sölum Alþingis. Hvað á að vera til umræðu í sölum Alþing- is ef ekki vanda- og hagsmuna- mál íbúa landsins? Spyr sá sem ekki veit.“ Heldurðu að framsóknarára- tugurinn sé að líða undir lok? „Ég vona að svo sé. Fram- sókn hefir setið við völd allt of lengi. Framsóknarflokkurinn hefir orðið uppvís að gegndar- lausri vörslu hagsmuna þeirra sem eru þeim þóknanlegir hverju sinni. Ásjóna Framsókn- arflokksins hefir verið íhalds- söm og gömul. Hér á árum áður var það skömmtunartímabil nú er það kvótaskeið og guð má vita hvað kemur næst ef áfram- haldandi völd framsóknar verða tryggð. Framsókn verður að fá rassskell í kosningunum að gömlum og góðum íslenskum sið.“ Eitthvað að lokum? „Ég vonast til að Alþýðu- flokkurinn fái góða útkomu í komandi kosningum. Sterkur Alþýðuflokkur - flokkur jafn- aðarmanna - tryggir jafnt hin- um sterkari sem veikari betra og heilbrigðara þjóðfélag. Komi Alþýðufiokkurinn ekki sterkur frá þessum kosningaslag verður áframhaldandi framsóknarvist og vinningarnir verða ekki félegir. “ UTHLUTUN HOFUNDARLAUNA í LANDSBANKANUM ER MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI: KJÖRBÓKAREIGENDUR FENGU TÆPAR 69 MILLJÓNIR NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að vera ánægðir með uppáhaldsbókina. Nú um mánaðamótin fengu þeir greiddar tæpar 69 milljónir í uppbót á innstæður sínar fyrir síðustu 3mánuði vegna verðtryggingarákvæðis Kjörbókarinnar. Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári. 1. þrep (16 mánuðir) 21,4% 2. þrep (24 mánuðir) 22% Ársávöxtun á Kjörbók miðað við fyrstu 3 mánuði ársins er 25% og enn hærri á þrepunum. Svo má ekki gleyma því að Kjörbókin er óbundin. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.