Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýöuflokksfélag Akureyrar Blaðstjórn: Oskar Alfreðsson, Haraldur Helgason. Jórunn Sæmundsdottir Freyr Ófeigsson: Á landsbyggðinni eru fulltrúar framkvæmdavalds ýmist yfirmenn þeirra sem með dómsvald fara eða sjálfir með dómsvaldið Senn líður að kosningum til Alþingis og af því tilefni er að sjálfsögðu háð hörð kosninga- barátta af hálfu þeirra, sem leita eftir stuðningi kjósenda. Að þessu sinni er fjöldi þeirra, sem bjóða fram, meiri en nokkru sinni fyrr og er um að ræða íslandsmet í „lýðræði". Hér í Norðurlandskjördæmi eystra er okkur kjósendum veittur sá „heiður“ að geta valið á milli níu framboðslista. Ekki er annað ætlandi en að allir þessir framboðsaðilar telji sig hafa á takteinum lausnir á „vanda þjóðarinnar“ og að fyrir liggji hugmyndir um, hvernig þróa skuli þjóðfélagið til hags- bóta og unaðs þeim, er það byggja. Ég er að vísu í hópi þeirra, sem efast um að öll framboðin séu sprottin af svo göfugri hugsjón, að um sé að ræða baráttu fyrir þjóðarheill. Dæmi eru m.a.s. um að fram- boð hafi verið ákveðið áður en málefnaleg afstaða framboðsað- ila kæmi til umræðu hjá þeim, er að framboðinu standa. Sá grunur læðist vægast sagt að manni, að sum framboðanna séu sprottin af valdafíkn, þröng- sýni og innbyrðis deilum ein- stakra manna og önnur eigi ræt- ur sínar í sérvisku manna, sem að vísu hugsanlega trúa á sjálfa sig og sínar skoðanir, en hafa reynst óhæfir til að vinna þeim fylgi innan þess flokkakerfis, sem við höfum búið við og munu að sjálfsögðu jafnóhæfir til þess á Alþingi eða í ríkisstjórn. í þróuðu lýðræðisríki sem ís- landi og við jafnríka lýðræðis- og réttarvitund fólks sem hér er, hljóta kjósendur að gera sér grein fyrir framboðsaðilum og gera upp við sig hver sé þjóðar- hagur áður en þeir krossa við á kjörseðlinum. Þetta er raunar skylda hvers einasta kjósanda, scm hefur til að bera þroska til að taka þátt í lýðræðislegu stjórnar- fari. Á lýðræðislegum þroska kjósenda byggist sjálft lýðræðið. Bregðist kjósendur þessari skyldu sinni er lýðræðið í hættu, eins og fjölmörg dæmi sögunnar sanna, samanber valdatöku Hitl- ers í Þýskalandi forðum. Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir hag þeirra, sem minnst hafa mátt sín í þessu þjóðfélagi og hefur náð árangri, sem nú þykir sjálfsagður. Þó að Alþýðuflokkurinn hafi breyst með breyttum þjóðfélagshátt- um, byggir hann enn á uppruna- legri hugmyndafræði, þ.e. frelsi, jafnrétti og bræðralagi og mun áfram sem hingað til vinna í þeim anda. Sé litið til þeirra mála, sem Alþýðuflokkurinn hefur komið fram og berst fyrir að koma fram á næstu árum, hlýtur hann að höfða til megin- þorra kjósenda og þarf engu að kvíða um fylgi. Framboðsaðilar í þessu kjör- dæmi eru allir sammála um að kosið sé m.a. um „byggða- stefnu“. Fæstir framboðsaðilar hafa gert okkur kjósendum grein fyrir innihaldi byggðar- stefnu sinnar. Við vitum að byggðastefna Framsóknarflokks er í því fólgin að viðhalda byggð á öllum bújörðum og öllum fiskiplássum, sem hafa verið setin á þessari öld. Byggða- stefna frjálshyggjumanna Sjálf- stæðisflokks og Alberts virðist í því fólgin að flytja alla lands- menn á Stór-Reykjavíkursvæð- ið af „hagkvæmisástæðum". Á milli þessara öfga er byggða- stefna annarra framboðsaðila, þ.á m. Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn vill viðhalda byggð út um landið. En byggð á ekki að viðhalda byggðarinnar vegna, heldur þess fólks, sem þar býr og vill búa og með hags- muni þjóðarinnar í heild í huga. Allir framboðsaðilar virðast sammála um að atvinnufram- boð sé grunnforsenda byggðar. Þá virðist þeirri skoðun hafa vaxið fylgi að samgöngur þurfi að vera góðar og að menntunar- aðstaða að vissu marki þurfi að vera fyrir hendi í heimabyggð- um. Nokkrir framboðsaðila telja að fleira þurfi til að koma til þess að fólki þyki fýsilegt að búa á viðkomandi stað. Auk Al- þýðuflokksins telja Kvenna- framboð, Bandalag jafnaðar- manna og Þjóðarflokkurinn að meira þurfi til að koma en full- nægja frumþarfa til að búseta þyki fýsileg. Þessir flokkar hafa áttað sig á því að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Að mínu áliti er Alþýðuflokknum best treystandi til að vinna að byggðamálum í samræmi við þessi sannindi, enda hefur sá flokkur alla tíð sett mannlegar þarfir í fyrirrúm. Alþýðuflokk- urinn er andvígur þeirri „ver- búðabyggðastefnu“, sem rekin hefur verið á seinni árum. Fyrir nokkrum árum vildi Halldór Blöndal reisa álver á Melrakka- sléttu. Það er liðin tíð að fólk sætti sig við að afla nauðþurfta í heimabyggð sinni en þurfa að sækja öll önnur lífsins gæði í aðra landshluta. Ég vil hér nefna tvö atriði, sem ég tel skipta íbúa lands- byggðarinnar miklu máli, en ekki hafa heyrst mikið í hinni pólitísku umræðu nú. Af mörgu er samt að taka. Fyrst vil ég nefna þörf lands- byggðarfólks til að njóta menn- ingarlífs í sinni heimabyggð eða sem næst henni. Stuðningur ríkisvaldsins við þennan þátt hins mannlega lífs hefur ekki verið nægur til þessa. Alþýðu- flokkurinn telur það ekki stuðla að byggð hér á Akureyri t.d. að Leikfélag Akureyrar verði alltaf að fá lægri styrk úr ríkissjóði en Leikfélag Reykjavíkur. Okkur í Alþýðuflokknum finnst að þessu ætti að snúa við til þess að jafna aðstöðuna í þessum eínum. Margt annað mætti tína til, t.d. stuðning ríkisins við bókasöfn o.s.frv. Þá vil ég nota þetta tækifæri til að minnast á mál, sem eru mér mjög hugleikin, en það eru dómsmálin. Dómstólar og réttarfar eru eitt af þremur undirstöðum stjórnkerfa menn- ingarríkja, þ.á m. íslands, a.m.k. samkvæmt stjórnar- skránni. Hugmyndin um að skipta ríkisvaldinu í þrjá sjálf- stæða þætti, þ.e. löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald, er upp runnin í frönsku bylting- unni og hefur hvarvetna í hinum svonefnda siðmenntaða heimi að mestu verið tekin upp í framkvæmd, nema á íslandi. Þarna erum við íslendingar ennþá að mörgu leyti í sama far- inu og við vorum á dögum ein- veldis Danakonunga. I augum vestrænna réttarríkja erum við íslendingar aðhlátursefni. Við búum ekki við réttaröryggi, sem þykir sjálfsagt meðal vestrænna þjóða. Um þetta hefur lítið ver- ið rætt síðan Vilmundur Gylfa- son tók þetta mál upp af hálfu Alþýðuflokksins. Hér er að vísu um stórt mannréttindamál að ræða, sem gæti og ætti að vera efni í langa blaðagrein frá því sjónarmiði séð. Hér vil ég að- eins geta þessa máls sem byggðamáls, vegna mismunandi réttarfars eftir því hvar menn búa á landinu. í Reykjavík er að nafninu til aðskilnaður framkvæmdavalds og dómsvalds, en annars staðar á landinu eru fulltrúar fram- kvæmdavalds ýmist yfirmenn þeirra sem með dómsvald fara eða sjálfir með dómsvaldið. Þar á ég við sýslumenn og bæjarfóg- Menn... geta orðið fyrir því að sami maður rukki þá um skatta, geri sjálfur lögtak til innheimtu þeirra og bjóði síðan sjálfur upp eignir þeirra í samræmi við þær gerðir, sem hann hefur sjálfur framkvæmt. eta. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því hvað þetta þýðir, og vil ég því skýra það nokkuð nánar. Menn utan Reykjavikur geta orðið fyrir því að sami maður rukki þá um skatta, geri sjálfur lögtak til innheimtu þeirra og bjóði síðan sjálfur upp eignir þeirra í samræmi við þær aðgerðir, sem hann hefur sjálfur framkvæmt. Að sjálfsögðu er það sami maður, sem dæmir í ágreiningi þessara manna við nágranna sína. Og það er sami maðurinn, sem kærir þessa menn fyrir t.d. of hraðan akstur og dæmir hann sjálfur fyrir það brot. Það sakar ekki að geta þess, að eigi þeir sömu rétt á bótum frá Almannatryggingum eða greiðslu barnabóta getur þessi sami „dómari“ gert þeim að láta þær renna til greiðslu skatta, sem hann innheimtir sjálfur, eða sekta sem hann hef- ur dæmt þá til að greiða vegna brots, sem hann sjálfur hefur kært þá fyrir að hafa framið. I mínum augum er þetta fár- ánlegt réttarfar. Samt sem áður heyrist ekki mikið um það rætt á meðal stjórnmálamanna. Al- þýðuflokkurinn tók þessi mál upp fyrstur flokka en hefur litlu áorkað. Einn kunnur framsókn- armaður í lögmannastétt sagði nýlega við mig, að ekki væri von á réttarfarsbótum fyrr en Alþýðuflokkurinn fengi stjórn dómsmála í sínar hendur. Ég er þessu sammála. Ég treysti Al- þýðuflokknum best til að taka á þessu málefni. Ég vil geta þess að tveir aðrir núverandi fram- boðsaðilar hafa þessi mál á stefnuskrá sinni, en það eru Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðarflokkurinn. Það er von mín, að kjósendur á Akureyri sýni nú sömu dóm- greind og þeir gerðu í bæjar- stjórnarkosningunum í fyrra og veiti Alþýðuflokknum umboð til að koma málum sínum fram til hagsbóta íbúum þessa lands. Ég er sannfærður um að það er heillavænlegasti kosturinn og hagur okkar Akureyringa. Freyr Ófeigsson Halldór Blöndal og hita- veitan Árni Gunnarsson mælti fyrir þingsályktunartillögu um aðstoð við hitaveitur í Sam- einuðu þingi 25. nóvember sl. Flutningsmenn voru úr öllum flokkum. Þar var vakin athygli á ýmsum leiðum til að bæta hag veitnanna og lagt til að ríkisstjórnin leitaði leiða til að bæta hag þeirra og legði fram tillögur þar að lútandi fyrir þingslit. Ummæli Halldórs Blöndal vöktu mikla athygli við þessa umræðu, en hann sagði orð- rétt meðal annars: „En af hverju var það sem ég sagði að þesi tillaga væri á mis- skilningi byggð? Það var vegna þess, eins og fram hefir komið hér, að væntanlega mun sú nefnd, sem ráðherra hefur skipað til að gera sér grein fyrir þessum málum og gera tilögur um þau, hafa skilað áliti áður en þessi til- laga til þingsályktunar kemur aftur til umræðu hér í hinu sameinaða þingi. Eg sagði að hún væri á misskilningi byggð vegna þess að hún væri óþörf, vegna þess að það hefðu þegar farið fram við- ræður milli hitaveitnanna og ríkisstjórnarinnar, vegna þess að nefnd hefði þegar verið skipuð til að fjalla um þessi mál og vegna þess að henni hefði þegar verið gefið það tímamark að skila áliti innan hálfs mánaðar? - Er það ekki rétt skilið hæstvirtur iðnaðarráðherra? - Þess vegna sagði ég að þessi til- löguflutningur væri á mis- skilningi byggður. Hitt væri annað mál ef ríkisstjórnin hefði ekkert aðhafst í málinu. Ég vona að þetta skiljist.“ Halldór vonar að það skilj- ist að hann telur umræður um vandamái hitaveitna og þar með Hitaveitu Akureyrar í sölum alþingis óþarfar og á misskilningi byggðar. Ætli Akureyringar séu sömu skoðunar. Það kemur í Ijós á kjördag, hinn 25. aprfl hvort Akureyringar vilja slík- an málsvara. HÝÍTFÖLK „Af því ég man óstjórnina“ Við erum ekki enn búin að jafna okkur eftir ósköpin, sem dundu yfir okkur 1980-’83:130% verðbólga! Og erlend skuldasöfnun, sem við verðum að borga niður til aldamóta. Sú ríkisstjórn var reyndar undir forystu sjálfstæðismanna - með Albert sem „guðföður". Og ekki skulum við gleyma hlut Steingríms og ráðherra sósíalistanna. Sporin hræða. Þannig er enn hægt að glutra niður góðærinu. Alþýðuflokkurinn var einn flokka óskiptur í stjórnarandstöðu þá. Og hann sýndi þaö í Viðreisnarstjórninni, að hann kann tökin á efna- hagsmálunum. Það væri ekki ónýtt að búa aftur við 6% verðbólgu. Reynslan kennir mér því að kjósa Alþýðuflokkinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.