Sólskin - 01.07.1962, Page 81

Sólskin - 01.07.1962, Page 81
áreiðanlega nœturgalinn, sem er að syngja, heyrðu, hann er að kalla á okkur. — Fylgið mér, söng fuglinn. Komið aftur undir eins og felið ykkur í steininum. Þá féll álfamœrin til jarðar. Mér líður svo illa, sagði hún. Ég get ekki gengið lengra. Þá kom nœturgalinn nið- ur. — Klifrið upp á bakið á mér, sagði hann, og ég skal fara með ykkur bœði til steinsins. Síðan settust þau bœði á bak nœturgalans, og hann flutti þau til stóra steinsins við rœtur trésins. — Farið inn, mœlti hann og nam stað- ar fyrir framan holuna. Þau fóru bœði inn í holuna og sátu í myrkrinu inni í steininum. Þá fór að rigna. Það rigndi allan dag’nn, og nœturgalinn sat í húsi sínu hálfsofandi. Sólin var gengin undir og máninn kom upp á himininn. Skýin voru horfin, og loftið var aftur fullt af litlum silfurstigum, sem tungl- álfameyjarnar komu eftir. Nœturgalinn fór að gá að litlu álfameynni sinni, en hann gat ekki fundið hana. Hann vissi, að hún mundi aldrei koma til hans aftur. Þá grét hann og söng sorgarlag. Síðan flaug hann niður að steininum og söng fyrir utan holudyrnar, en það kom ekkert svar. — Hann 79

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.