Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1886, Síða 10

Sameiningin - 01.07.1886, Síða 10
■74 Farísea-hugarfari! Á íslandi hafa prestsembættin í kirkjunni um langan tíma verið kölluð „ brauð'“, öldungis eins og hið and- lega hirðis-starf í kristnum söfnuði ætti fremr öllu öðru, og fremr öllum veraldlegum embættum, að skoða sem lífsatvinnu, eða jafn- vel sem veraldlega féþúfu fyrir þá, sem það embætti er „ veitt “ af stjórninni. Er nokkur furða, þó allmargir gjörist leiðtogar í kirkjunni af öðru en kristilegum hvötum, fari annars staðar inn í sauðahúsið heldr en inn um dyrnar, þar sem hugsunarháttrinn viðvíkjandi binukirkjulega hirðis-starfi bæði hjá stjórnog alþýðuer svona öfugr ? Jesús er dyrnar fyrir hvern þann inn um að ganga, er leitt á að geta söfnuð af syndugum mönnum til lífsins. Ást til frelsarans, og þar af leiðanda ást til brœðra og systra, en ekki jarð- nesk hagsmuna-hvöt, verðr að vera sterkasta lífsaflið í sálu þess manns, sem á að geta verið kristilegr „ hirðir sauðanna “. Jesús er góði hirðirinn, því hinn guðdómlegi kærleikr til syndarinnar og sorgarinnar harna stýrði öllum hans orðum og gjörðum. Hann lét líf sitt með sárustu kvölum til þess að frelsa sína „ sauði “ úr hættu andlegs og eilífs dauða. En „ leiguliðinn “ flýr frá „ sauðunum “ á tíma hættunnar, þá er hann sér „úlfinn“ koma. Er ekki hér átak- anieg áminning til allra, sem hið kristilega hirðis-starf er á hendr falið innan kirkjunnar, um aðkoma frarn fyrir drottin sinn hiðjandi með tollheimtumanninum: „Guð, vertumér syndugumlíknsamur “? 0, að vér, sem kennum öðrum, verðum ekki sjálfir rœkir! En í raun- inni eru allir kristnir menn kallaðir til að vera þrestar, andlegir hirðar annarra (sbr. 1. Pét. 2,5 og 9; Opb. 6.1,6 og 5,10; Matt. 5,13). því enginn má segja eins og Kain : „ Á eg að gæta bróður tníns ?‘‘ Er Jesús dyrnar, sem þú gekkst inn um, þá er þú gekkst í söfnuð- inn ? eða sem þú gengr inn um, þá er þú kemr á samkomustað safn- aðarins til opinberrar guðsþjónustu ? Og hvernig gætir þú hirðis- skyldu þinnar í hversdagslegu lífi þínu ? „ Gæt þú lamba minna—hirð þú sauði mína—geym þú sauði mína “ segir Jesús. Frásagan um andlát Lazarusar er 3. lexían. Jesús var fyrir austan Jórdan, í Perea, þá er Lazarus lagðist í sjúkdómi þeim, sem að fám dögum liðnum leiddi hann til dauða, en hann átti lieima með þeim systrum sínum Mörtu og Maríu í þorpinu Betanía, ör- skammt frá Jerúsalem, rétt austan við Olíufjallið. þær systr vissu, hvar Jesús dvaldi, og sendu óðar til hans, eptir að bróðir þeirra var lagztr. I slíkum sporum sendir hver sá, sem elskar frelsar- ann og trúir á hann, tafarlaust til hans. Trúaðar, auðmjúkar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.