Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1886, Page 13

Sameiningin - 01.07.1886, Page 13
—77- Hver vill ekki gráta kristnum trúartáram, þegar hann á annað borð verðr að gráta ? Lazarus var upp vakinn af drottni til þcssa lífs. Enginn af vinum vorum, sem eitt sinn er andaðr, verðr líkamlega upp vakinn fyr en á efsta degi. En áttu ekki ástvin, einn eða fleiri, sem eru andlega dauðir ? Og ertu ekki sjálfr, ef til vill, í andleg- um skilningi dáinn ? Er ekki kristindómr þinn dáinn ? Enginn, sem svo er komið fyrir, fær grátið hinum mjúku, himnesku svöl- unar-tárum yfir moldurn látins ástvinar eða í öðru mótlæti. En þá er að biðja drottin að koma og vekja nýtt líf trúar og vonar hjá sér og sínum upp af andlegum dauða. þú, sem misst hefir þína œsku-trú, biddu mið skáldinu (B. Gr.): „ Gjörðu mig aftr sem áðr eg var, alvaldi guð, meðan œskan mig bar ; gefðu mér aftr hin gull-legu tár, gefðu’ að þau verði’ ekki hagl eða snjár “. Frá tveimr atburðum í æfi Jesú er sagt í 5. lexíunni. Hinn fyrri er það að María systir Lazarusar, sem hann hafði upp vakið, yfir borðum í húsi þeirra systkina smurði hann með dýr- öiætum smyrslum; en síðari atburðrinn er hin merkilega pálma- dags-innreið hans í Jerúsalem á ösnufolanum. í hvort tveggja skiftið er Jesú sýndr fram úr skarandi, alveg óvanalegr heiðr. Hann þá þennan konunglega heiðr nú, þó að hann annars venju- Hga skoraðist undan að þiggja viðlíka lotningarmerki. Hann vildi ekki vera tignaðr sem jarðneskr konungr, ekki gefa mönn- öm. neina átyllu til að trúa á neinn slíkan konungdóm hjá sér. En hann vildi, að áðr en endinn kœmi, skyldi menn þó sjá, að hann játaði sig sem konung, andlegan konung í guðs ríki, yfir Ejörtum mannanna. því þá hann nú bæði einstaklega og opin- herlega þennan lconunglega heiðr rétt á undan sinni píslargöngu. þegar kirkjur eru reistar í kristnum söfnuðum og þær skreytt- ai' eftir því sem bezt má verða, þegar fólk safnast til opinberr- ar guðsþjónustu, búið í sitt bezta skart, þegar börn eru borin til skírnar, þegar menn ganga til guðs borðs, þegar menn lesa sinn húslestr í heimahúsum o. s. frv., þá er það heiðr, sem konungi kristninnar er sýndr. Og ef það er gjört með sama huga og °g María hafði til frelsarans, þá er hún smurði hann og þerraði fœtr hans með hárlokkum sínum, þá er vel. En ef það hugarfar vantar, kærleiks-hugarfarið, hið iðranda, auðmjúka, trúaða hug- arfar, þá er allr þessi heiðr einkisvirði, verra en einkisvirði. Um

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.