Sameiningin - 01.07.1886, Blaðsíða 16
•80-
Ársfundr kirkjufélags vors var, eins og til stóð, haldinn á GarSar, Pembina Co.,
Dakota, 30. Júni og næstu daga. Fundarmenn voru 22, þar af 20 fulltrúar frá söfnu'ó'.
um í kirkjufélaginu, og 2 prestar. Söfnuðurnir eru 14, og höfðu þeir allir sent erinds-
reka tilfundarins. Hinir tveir VíðinessöfnuSir í Nýja ísiandi, sem voru i fyrra, höfSu
sameinazt í einn söfnuð. Nýr söfnuðr í félaginu er Mikleyjarsöfnuðr. Annar prest-
anna er séra Friðrik Jónsson Bergmann. Guðsjjónusta var flutt áðr en fundrinn tók til
starfa og prédikaði séra Jón Bjarnason út af Jóh. 19, 10 (,, Veiztu ekki, aðeghefivald
til að krossfesta þig og vald til að láta ]>ig lausan? “). Málin, sem fundrinn hafði til með-
ferðar, voru : yfirskoðan grundvallarlaganna, prestmál prestlausu safnaðanna, sunnu-
dagsskólamál, mál um það að útvega almenningi nauðsynlegar guðsorðabœkr, ,,Sam-
einingin “, útgáfa barnablaðs, ferming, bindindi, helgidagahald, kirkjuagi. 5 manna
nefnd var kosin, er vinna skyldi fram að næsta ársfundi og lengr, ef til vill, að endr-
bót á grundvallarlögunum og fleiru, og var tveim síðustu málunum vísað til þeirrar
nefndar, Viðvfkjandi hinum málunum öllum komst fundrinn til meir ákveðinnar
niðrstöðu. Fundartíminn var naumr, ekki nema 3 dagar, og var furðanlega mikið gjört
á svo stuttum tíma. Utgáfunefnd ,, Sameiningarinnar “ er hin samaog áðr, nema einum
manni, Magnúsi Pálssyni, var við bœtt.
Af embættismönnum kirkjufélagsins, sem voru árið sem leið, voru endrkosnir :
formaðrinn, féhirðirinn og varaféhirðirinn. Til skrifara var kosinn Jakob Líndal, til
varaformanns séra Friðrik J. Bergmann, og til varaskrifara Friðjón Friðriksson.
Sunnudaginn 4. Júlítók séra Friðrik J. Bergmann reglulega vtð prestsembætti í
Garðar-söfnuði, og var hann settr inn í embættið af séra Jóni Bjarnasyni. Séra Fr.
Bergmann lauk guðfrœðisnámi á hinum lúterska prestaskóla í Philadelphia, tók vígslu
hjá ,, Pennsylvania ministerium “, og kom svo nærri tafarlaust til ársfundar vors og
safnaðar Síns á Garðar. Á leiðinni vestr heimsótti hann landa vora í Lyon og Lincoln
County i Minnesota, vann fyrir J>á prestsverk og studdi J>á í kristindómsmálum jieirra.
|>eir hafa eigi enn gengið í kirkjufélag vort, en J>eir hafa ályktað að biðja hr. Níels
forláksson frá Mountain, sem stundað hefir guðfrœði við háskálann i Kristjanía,
Norvegi, að gjörast prestr sinn.
Lexíukaflarnir í ,,Sam. “ eru ekki teknir upp i blað vort með þeirri hugsan,
að binda J>á sunnudagsskóla, er upp koma i söfnuðum vorum, einmitt við ]>á. Sunnu-
dagsskólar vorir geta valið sér hverja aðra biblíukafla fyrir lexíur, sem kennendum
]>ykja bezt við eiga. Vér tókum Jiessar lexíur af því þær eru meira út breiddar en
nokkrar aðrar. Og útlegging vor á J>eim á að eins að sýna, eftir J>ví sem vér höfum
bezt vit á, hvernig heimfœra eigi upp á mannlíf yfirstandanda tíma guðs orð almennt,
hvar úr bibliunni sem ]>að er tekið, og útlegging vor á að vera bæði fyrir unga og
gamla, í sunnudagsskólum og utan ]>eirra.
á&" Um leið og einhver kaupandi blaðs J>essa slciftir um bústað, J>á gjöri hann svo vel,
að senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blað hans verði
sent J>angað sem ]>að á að fara.
“SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi
$1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada.—Utgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.),
Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson.
Prentað hjáMcIntyre Bros., Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.