Sameiningin - 01.01.1887, Síða 1
Mánaffarrit tii stuðnings lcirkju og kristindómi íslendinga,
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi.
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
1. árg. WINNIPEG, JANÚAR 1887. Nr. 11. '
Jesús sfcendr bundinn frammi fyrir Pílatusi,1 ákærðr fyrir það
af fremstu mönnum Gyðinga, að hann sé aS sælast eftir
œSstu yfirráðum yfir þjóS þeirra, þykist vera konungr þeirra,
sé aS hrífa GySingaland undan keisaranum í Rómaborg og land-
stjóra þeim, sem þar stjórnaSi í keisarans umboSi. Og landstjór-
inn var einmitt þessi sami Pílatus, sem bandinginn er fœrSr og
ákæran borin fram fyrir. þaS var augsýnilegt, aS slíkri á-
kæru hlaut Pílatus aS sinna, þar sem hún snerti hann sjálfan
og hans embæfctisvald svo greinilega, þó hann annars hirti ekki
mikiS um aS fara effcir almennings-vilja GySinga í embættisfoerslu
sinni. Ef ákæran var sönn, sem upp á Jesúm var borin, þá var
þaS hann sjálfr, sem sterkasta persónulega ústoeSu hafði til þess
aS fá hann deyddan. Hann þurfti þó sannarlega aS grennslast
eftir því, hvort þessi maSr hefSi veriS aS reyna til aS steypa
sér úr völdunum. Svo spyr hann Jesúm þá tafarlaust að þessari
1) fetta er eiginlega prédikan út af Jóh. 18, 33-37. Ritstjóri „Sameiningar-
innar“ flutti þessa prédikan fyrir söfnuðinum í Winnipeg síðast liðinn 1. sunnudag
í aðventu. Kosningar til ]úngs og bœjarstjórnar voru ]ia hér fyrir hendi, og all-
miklar œsingar manna á meðal voru út af Jeim málum. Sá kvittr kom svo upp
eftir að prédikan þessi var flutt, að vér hefðum Jar verið að prédika politík 1
staðinn fyrir kristindóm, og sumir, sem ekki voru þar við, virðast hafa truað þessu.
Almenningr getr nú séð, hvað vér höfum í þetta skifti verið að prédíka, því pré-
dikanin er hér orðrétt prentuð eins og hún var flutt. Vér hefðurn þó ekki lagt
hana fram fyrir almenning hér, ef vér ekki vonuðum, að hun gæti orðið lesendum
vorum nær og fjær hugvekja til andlegrar, kristilegrar uppbyggingar, í sambandi
við árið, sem nú er nýbyrjað.