Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 2
—162
spurning : „Ert þú Gyðinga-konungrinn ? “ Gyðingar látast vera
komnir með Jesúm til Pílatusar af einskærri föðurlandsást, af um-
hyggju fyrir að opinber friðr fái haldizt í landinu, af löghlýðni
við hina rómversku yfirstjórn landsins. ])að eru menn, sem
kunna sína pólitisku lexíu, þessir Gyðingar. þeir eru ekki að
vinna fyrir sig. þeir eru að vinna fyrir þjóðina, ríkið, stjórn-
ina. það er almennings heill, ríkisins heill, blessan lands og
lýðs, sem þeirn liggr eingöngu á hjarta. þess vegna eru þeir
komnir með Jesúm bundinnfram fyrir Pílatus.—þaS eru pólitisk-
ir tíinar nú hér hjá oss. þaS er nú í þessum bœ og þessu fylki
og jafnvel í öllu þessu ríki spurt að því meðal almennings, eflaust
fremr en eftir nokkru öðru, hverjum pólitiskum flokki hver ein-
stakr atkvæSisbær maðr vilji fylgja, hverjar pólitiskar skoSan-
ir menn vilji styðja, hverja menn vilji láta hafa völdin eða
stjórnartaumana framvegis. því að bráSum eiga kosningar aS
fara hér fram og svo á upp úr því aS byrja nýtt pólitiskt ár
fyrir þjóSinni. Allir þeir, sem atkvæði mega greiSa og ætla sér
að greiSa, verSa nú aS flýta sér aS gjöra sér grein fyrir því, hverj-
um þeir eiga aS gefa atkvæSi, hverja þeir eiga aS styrkja til
valda En vér stöndum líka við önnur áramót, hvort sem allir
hafa tekið eftir því ellegar ekki. þaS byrjar nýtt kirkjuár í
dag, eftir því sem menn um margar aldir hafa verið vanir aS
telja tímann í kirkju vorri. Og er þá ekki rétt og eSiilegt, aS
menn spyrji að því í dag, hver hér eigi aS ráða yfir mönnum
í andlegu tilliti á ókomnum tíma. þaS er á valdi almennings,
hjá hverjum völdin verða hér framvegis í borgaralegu tilliti—
segja rnenn. En það er engan veginn að öllu leyti satt, svo
lengi sem ekki bæSi konur og karlar, fátœklingar og ríkismenn
hafa pólitiskan atkvæSisrétt. En hinu ræðr almenningr í orðs-
ins eiginlegustu merking, hjá hverjum hin andlegu völd verða
hér á ókominni tíð. MeS tilliti til þess, hvaS hér verðr ofan á
í andlegum efnum, þá hafa allir óskertan atkvæðisrétt, jafnt
konur sem karlar, jafnt blásnauðir menn eins og þeir, sem vel
er.u efnaSir, jafnt ungir menn sem gamlir. Hið andlega lög-
gjafarvald, hiS andlega framkvæmdarvald, hiS andlega dómsvald
—þaS er allt í höndum alinennings.—Pílatus spurSi Jesúm, livort
hann væri GySinga-konungrinn. Og eins mætti þá spyrja aS
því nú: „Er Jesús vor konungr ? “ Enginn ber á móti því meS-
al fólks, er telr sig kristið, meSal safnaSar, sem heldr fram
trúarjátning kristindómsins. MeS því aS kalla sig kristna hafa