Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.01.1887, Blaðsíða 10
—170 lagið, sem þín guðs mynd er í komin, ber það vott, e£ þú ekki með tilliti til sjálfs þín getr afdráttarlaust undir skrifað þessa játning sálmaskáldsins: „Allt hef’ eg, Jesú, illa gert“.—það að hvíldardagr drottins byrjar þegar eftir sköpun mannsins sýnir, að maðrinn er kóróna sköpunarverksins. Guð skapaði enga nýja tegund eftir það. En guðs hvíld táknar ekki aðgjöröaleysi hjá guði upp frá því. „Faðir minn starfar til þess nú“, sagði Jesús (Jóh. 5, 17). Hann stjórnar sínu sköpunarverki og heldr því við með hinum sama almættiskrafti og hann í upphafi lét það verða til. Um sjöunda daginn stendr ekki, að hann hafi haft kvöld eins og yfir höfuð er sagt um hina dagana, og í bréfinu til Hebrea, í 3. kap., segir, að hvíld guðs haldist enn við. Og í 2. Pét. 3, 8. er á það minnt sem áðr opinberaðan sannleika, „að einn dagr hjá drottni sé sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagr“. þó .að náttúrufrœðin sé komin til þeirrar niðrstöðu, að hinn sýnilegi heimr sé til orðinn á óheyrilega löngum tíma, þá þarf það engan kristinn mann að hneyksla, því sköpunarsaga biblíunnar segir hvergi, að sköpunardagar guðs eigi að skoðast sem almennir, 24 klukkustunda-langir, dagar. Sköpunardag- arnir geta fyrir öllu því, sem ritningin segir, verið svo löng tíma- bil sem vera vill. það rýrir ekkert dýrð drottins, þótt vér trvi- um því, úr því guðs opinberaða orð hefir ekkert á móti því, að sköpunardagar guðs sé nærri því óendanlega langir í samanburði við hina stuttu starfsdaga inannlegs lífs. Guð starfar enn—á sínum hvíldardegi. þú þarft að geta fundið hvíld, hvíld hjá guði, —einnig á hinuin strangasta starfsdegi þínum. Guðs mynd þín getr hvergi hvíldar notið nema hjá guði. Ef þú hallar þér þreyttr og mœddr upp að brjósti endrlausnara þíns, þá færðu hvíld. „Komið til nan, allir þér, sern erviðið og þunga eruð hlaðnir ; eg vil gefa yðr hvíld“, segir Jesús. Freistingarsaga vorra fyrstu foreldra er 2. lexían, og þar með fylgir hin sorglega afleiðing þess að þau féllu í freistni. Syndin og dauðinn koma inn í mannkynssöguna með þeim at- burði, sem hér er sagt frá. í goðafrœði allra heiðinna þjóða er> að því er framast er kunnugt, til saga um uppkomu siðferðis- legrar spillingar hér í mannheimi, saga um freisting og fall, meira eða ininna lík þeirri, sem hér er sögð í heilagri ritning vorri. Og svo ályktar vantrúin svo : Syndafallssaga biblíunnar er þá auð- vitað ekki annað en eitt af þessum harnalegu æfintýrum, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.