Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1887, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.01.1887, Qupperneq 12
■172- þá einnig hinar svo kölluðu smásyndir hræðilegar í þínum aug- um, maSr. Og flýðu til frelsara þíns einnig út af þeim.—Eitt vantar í allar syndafallssögur nema hiblíunnar; þaS er fyrir- heit um frelsarann. Svo flýi þá allir, sem urn hann hafa heyrt, til hans í sínum freistingum og út af sinni syndaneyS. Sagan um Kain og Abel er 3. lexían. þeir foerðu guði fórn hvor um sig. Svo gömul er fórnargjörSin og fórnarhug- myndin í heiminum. Fórn bendir á synd. Mannshjartað synd- ugt finnr, að það stendr í skuld við guð, og svo er þá að taka eitthvaS úr eigu sinni, þó guð eigi nú raunar allt, og ánafna guði, taka það burt frá sjálfum sér og eins og láta guS hafa það upp í syndaskuldina eða þó ekki væri nema eins og í rentu af henni. Lærdómrinn um friðþægingargjörð frelsara vors Jesú Krists xneð píslum hans og dauða stendr í óaðskiljanlegu sarn- bandi viS hina fornu íórnarhugmynd. Skuld vor við guð er þúsund punda skuld, og fallnir í synd eins og vér erum höf- um vér ekkert til þeirrar skuldalúkningar, eins og vér syngj- um í hinum fagra jólasálmi : „Af heimi skattskrift heimtuð er; en hvað skal, drottinn, gjalda þér ? Er annað til en eymd og sekt ? Er annaS til en synd og nekt ? “ Nú, Jesús hefir borgað fyrir oss, hina allslausu, svo skuld þeirra, er hann aðhyllast, er kvitt. En vér tölum þó enn um fórnir til drottins frá sjálfum oss. Bœnir vorar og guSsþjónustur yfir höfuð eru slíkar fórnir. Af hverju leit drottinn til fórnar Abels, en ekki til fórnar Kains ? Gat það verið af því, að hinn fyrri fórnaði af frumburðum hjarðar sinnar, en hinn af sínurn jaið- argróða ? Engan veginn, heldr kom þaS til af því, aS Abel fórn- aSi með auðmjúkum, iSranda, trúuSum huga, en Kain með hjarta fullu af hroka, ranglæti og vantrú,—að eins fyrir siðasakir. Drottinn leit á hjartaS þá, og hann lítr á það enn. Fylgir nri iðr- anda og trúað hjarta með þinni fórn, kristinn maðr, þegar þú biðr eða tekr þátt í guðsþjónustu á heimili þínu eða á samkom- um safnaSarins ? Ef svo er, þá gengr þú með endrfœddu guðs- barna-hjarta út í hið daglega líf, og líf þitt verðr þá sjálft að drottinlegri fórn. þú sejír þá ekki, nýstaðinn upp frá þinni sérstöku fórnargiörð, eins og Kain : „Á eg að gæta bróður rníns ? ‘‘

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.