Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 10.04.1888, Side 11

Sameiningin - 10.04.1888, Side 11
—43- sál, eigi síSr en það var knnnugt Gyðingum í Rómaborg, sem Páll postuli átti tal viö. Vér verðum sem lcristnir menn aö þola mótmælin, hvaöan sem þau koma, því vér trúum á þann, sem mótmælin, illmælin, þoldi. En hann þoröi líka að mótmæla ranglæti og hrœsni, kærleiksleysi og vantrú heimsins. Ef vor kirkja hnígr til jarðar fyrir mót- mælum þeirra, sem elska það, er Jesús hatar, þá er hún ekki verö að bera kristiö nafn. Og ef þeir, sem kirkju vorri til heyra, standa í söfnuðum vorum, þora ekki að mót- mæla því, sem Jesús Kristr mótmælir, þora ekki að vera það tákn, sem móti verðr mælt, þá hlýtr allr krist- indómr meðal fólks vors að falla niðr. En gætum aö mótmælum vorum, og gætum að mót- mælum þeim, er vér fáum, því vér erum allir syndarar, allir ákaflega breyskir og brotlegir menn. Látuin anda Jesú Krists, sannleiksandann, kærleiksandann, anda sannkristi- legrar trúar, stýra, öllum vorum mótmælum, til þess að það sýni sig, að það er syndin, sem vér hötum og spyrnum á nióti, en elskum syndarann, elskum alla menn. Og þegar kirkju vorri er mótmælt, þegar að því er fundið, sem vér gjörum í jiafni kirkjunnar og drottins, þegar vér erum vægð- arlaust dœmdir fyrir alla vora framkomu, þá látum það kenna oss að rannsaka galla vora, misgjörðir vorar og van- gjörðir, til að lýsa með loganda ljósi guðs orðs inn í hvern afkima hjartna vorra. Og hversu ranglátum dómum, sem vér kunnum að vera dœmdir, munum vér samt þá glöggt geta séð, að margs er að iðrast, yíirfljótánleg ástœða til að biöja til drottins: „Yertu mér syndugum líknsamr". BŒNARSÁLMR eftir B. S. út af orSunum: „Vertu hjá oss, j)v{ að kvölda tekr og á daginn Hðr“ (Lúk. 24, 29). Lag S œ t i J e sú, sj á o s s h é r. Vertu hjá mér, herra minn, húmið nú á jörðu skyggir; varnaiiausra vinrinn,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.