Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 10.04.1888, Side 14

Sameiningin - 10.04.1888, Side 14
—46— bius segir, atS Tatian hali nefnt þessa harmoníu sína Dia tessaron, þ. e.: „fjögur (nl. guðspjöllin) í einu“, og var þá, svo framarlega sem Eusebius hafði rétt fyrir sér, með þessu sýnt, að hin fjögur guðspjöll nýja testamentisins hafa verið út breidd og alþeklct víðsvegar um kristna heiminn um eða rétt eftir miðbik 2. aldar, og þess vegna öll verið orðin til löngu áðr, eins og líka í áminnztri ritgjörð séra Friðriks er sýnt að hlotið hafi að vera. það var og ekki fyr en Baur og hans fylgifiskar í vantrúnni fyrir miðbik þessarar aldar tóku að vefengja i’itvissu Jóhannesar guðspjalls, að nein mótmæli komu fram á móti þessum vitnisburði Euse- biusar um h a r m o n í u Tatians. þeim vitnisburði varð endi- lega að mótmæla af þeim mönnum, sem höfðu það fyrir satt, að 4. guðspjallið væri ekki eftir Jóhannes postula, heldr eftir einhvern annan, er miklu seinna hefði uppi verið. Enda sögðu þessir menn, að vitnisburð Eusebiusar um harrnoníu Tatians væri ekkert að marka, og foerðu það til sínu máli til stuðnings, að enga upplýsing um þetta efni væri að fá hjá griskum guðfrœðisrithöfundum frá því um eða rétt eftir daga Eusebiusar. . þó að Tatian hefði virkilega tekið saman þessa h a r m o n í u, sein Eusebius segir frá, þá væri þó ekki þar með sagt, að hin svo kölluðu fjögur guðspjöll, sem hann hefði þar steypt saman í eitt, væri einmitt þau guðspjöll, sem standa nú í nýja testamentinu; það gæti sumt af þeim að minnsta kosti hafa verið eitthvað af þeim „guðspjöllum“, er aldrei hafa verið tekin inn í bókasafn liins nýja testa- mentis. Jóhannesar guðspjall gat náttúrlega í þeirra ímynd- an ekki hafa verið tekið með inn í harmoníu Tatians, úr því að þeir trúðu því, að það hefði naumast verið til á hans dögum. — Allar þessar vefengingar Tubingen-skólans, eins og yfir höfuð að tala allar vantrúarsetningar hans gegn ritvissu bókanna í nýja testamentinu, eru nú orðnar að engu. .Fyrst kom fyrir hér um bil einum tugi ára greinileg sönnun fram fyrir því, að Jóhannesar guðspjall hafi verið eitt af þeim fjórum guðspjöllum, sem Tatian hafði fyrir sér í sinni harmoníu, við það, að þjóðverjinn dr. Mösinger gaf út latínska þýðing af guðspja-lla-skýringum hins sýrlónzka kirkjuföður Ephraim, er var uppi á 4. öld

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.