Sameiningin

Volume

Sameiningin - 10.04.1888, Page 16

Sameiningin - 10.04.1888, Page 16
—48— f>að er á kveðið og auglýsist almenningi í söfnuðum kirlcjufélags vors, að kirkjujiing vort fyrir yfir standanda ár, eða 4. ársfundr félagsins, er halda á á Mountain innan Víkrsafnaðar, verðr, ef guð lofar, byrjaðr með opinberri guðs- jjónustu föstudaginn 22. Júní tveim kluklcustundum fyrir hádegi. AUir söfnuðir, sem í kirkjufélaginu standa, niuni eptir ]>vi, að senda á kirkjuþingið fulltrúa einn eða fleiri samkvæmt tölu fermdra safnaðarlima eftir Jrví sem fyrir er mælt í grundvallarlögum félagsins, og verða söfnuðirnir að gefa þeim, er þeir senda, greinileg skilríki í hendr um að þeir sé rétt og formlega kosnir, til þess að þeir geti, þá er til ]>ings kemr, sannað rétt sinn til þingsetu. Til þess að þessi skilríki sé fullkomin þurfa þeim að fylgja vott- orð, nema áðr sé komin til félagsförseta, um það, hve margir fermdir (og þá líka ófermdir) safnaðarlimir voru í hverjum einstökum söfnuði á þeim tíma, þá er kosr.ingar fulltrúa til kirkjuþingsins fóru fram. Ætlazt er og til, að áðr en kirkjuþing byrjar verði úr öllum söfnuðum félagsins til samans að minnsta kosti greitt í félagssjóð til féhirðis kirkjufélags- ins 60 dollara upphæð fyrir þetta félagsár. Með j>ví að deila þeirri upphæð með safnaðarlimatölu hvers einstaks safnaðar eins og hún var í fyrra (sjá gjörðabók fyrir síðasta kirkjuþing í ,,Sam.“ II, o—6) má sjá, hve mikið hinir einstöku sofnuðir ætti að réttu lagi allra minnst til að leggja. Winnipeg, í Maí 1888. Jón Bjarnason, forseti. ítS’ Um leið og einhver kaupandi blaðs þessa skiftir um bústað, þá gjöri hann svo vel, að senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blað hans verði sent þangað sem það á að fara. Iif einhver kaupandi ,, Sam. “ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað sitt beinlínis frá útgáfunefndinni, fær ekki blað sitt, þá gjöri hann svo vel, að láta einhvern nefndarmanna vita það sem fyrst. En þeir, sem blöð sín eiga að fá frá einhverjum umboðsmanni vorum í hinum íslenzku byggðarlögum nyrðra eða syðra, snúi sér í þessu efni til hans, sem svo lætr oss aftr brátt vita, ef eitthvað er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því bcett af oss. „SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi $1.00 árg.; greiðist fyrir fram. —Skrifstofa blaðsins: 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada. —Útgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson. I’rentsmidja Lögbergs, Winnipeg.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.