Sameiningin - 01.03.1890, Blaðsíða 7
—3—
Eg neita því ekki, að eg varS feginn þennan inndæla
sunnudagsmoi-gun, eftir allt guðsþj ónustulcysiö á ferðinni
um norSaustrlandið, að koma í kirkjuna í Reykjavík og
taka þar þátt í kristinni tíðagjörð. Guðspjallið um lækn-
ing hins vatnssjúka manns á sabbatsdegi og það, sem Jes-
ús talaöi út af því miskunnarverki um hið rétta sabbats-
hald, bar líka upp á þennan sunnudag, hinn 17. eftir tríni-
tatis, svo að et'nið, sem prédikað var út af þar í kirkj-.
unni í þetta skiftið, átti mjög vel við tilíinningar mínar
og hugsanir. Og þó að eitthvaö hefði kunnað að vanta á,
að guðsþjónustugjöröin sjálf lyfti þeim, sem í henni tóku
þátt, upp í verulega háleitar sabbatshugsanir, þá voru menn
að minnsta kosti fyrir einstaklegt atvik alvarlega minntir
á það, meðan í þetta skifti var dvalið í drottins húsi, hve
mikla þörf þetta veika mannshjarta hefir á sabbatsfriði
frelsarans í byltingum lífsins og umbrotum dauðans. Sterkr
jarðskjálftakippr kom rétt áðr en prestrinn hóf prédikan
sína og hristi steinkirkju þessa, svo hún riðaði og nötraði.
Fólk flest rakst ósjálfrátt í einni svipan upp úr sætum
sínum, þyrptist fram á gang, og sumir flúðu alveg út úr
kirkjunni og komu ekki aftr. Smákippi einn eða tvo þótt-
ust sumir finna skömmu síðar. Snemma um morguninn
áðr, meðan skip vort var statt úti af Reykjanesi, höfðu
menn í Reykjavík fundið fyrsta jarðskjálftann, en hann
hafði ekki verið nærri því eins sterkr einsog þessi, sem
kom meðan vér voruin í kirkjunni. þegar drottinn talar
á þennan voðalega háttj til mannanna gegnum sín sterku
náttúruöfl, þá flnnst mér kristindómsorðið fái ógleymanlega
áherzlu. Nokkuð var það, að þetta orð fékk svo sterka
áherzlu forðum, þegar þeir Páll og Sílas sátu í myrkva-
stofunni í Filippí og jarðslqálftinn mikli kom, að fanga-
vörðrinn vaknaði andlega og tók til að spyrja: „Hvað á
eg að gjöra, svo eg verði hólpinn ?“ það minnir mig, þetta
atvik, á hinn dýrðlega passíusálm í hinni nýju sálmabók
vorri eftir séra Valdemar Briem, þar sein þetta stendr í:
„sjá, öll skelfr jörðin og nötrar;
þá hrökkva sem hörkveikr sundr
þeir hörðustu, stcrkustu fjötrax%“
r'