Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1890, Síða 12

Sameiningin - 01.03.1890, Síða 12
prestanna íslenzku hafa lent lengra eða skemmra' inn á Únítara-stefnuna. Rödd hins ónefnda unga prests, sem í haust meðan eg dvaldi í Reykjavík var að láta til sín heyra í „Fjallkonunni“ um „hrákasmíði Lúters", var auð- heyrt inni á þeirri stefnu, þó sá hinn sami maðr að öll- um líkindum ekki hafi áræði til að fara lengra út í þá sálma opinberlega eftir að hann hefir fengið svo hœfilega og alvarlega ofanígjöf einsog þá, er séra Benedikt á Grenj- aðarstað hefir gefið honum nokkru seinna í sama blaðinu. Merkilegt þótti mér líka að taka eftir því, að Únítara- hlaðið Tlie Ghristian Life var nærri því eina enska tíma- ritið, sem fyrir mig har í Reykjavík, og alveg vafalaust hið eina af enskurn tímaritum, sem aðallega eru trúarlegs efnis. Og mér skildist, að ekki svo fáir menn af yngri kynslóð- inni læsi það talsvert. það, að hugir eigi svo fárra hafa hnegzt í þessa áttina er eg santifœrðr um að er, að minnsta kosti rneðfram, afleiðing þessa galla á prédikunum hinna leið- andi manna meðal kennilýösins, sem í því er fólginn, að draga svo lítið fram liina mannlegu hlið á kristindóminum. Realismusinn liggr í loftinu hrærvetna um liinn menntaða heim á vorum mannsaldri, einnig á hiuu afskekkta Islandi nú orðið. Og það, að þeir, sem kristindómsboðskapinn hafa flutt þjóðinni, hafa í þessari grein ekki fullnœgt kröfum tímans, hlaut að hafa þá skaðlegu afleiðing, sem eg nú hefi bent á. þetta þyrfti hinir fremstu guðfrœðingar Is- lands, biskap, dómkirkjuprestrinn, prestaskólakennararnir og aðrir, sem allra fyrst að sjá, til þess þeir gæti leitt presta- lýðinn almennt inn á þá stefnu í prédikunaraðferðinni, sem allir ágætustu prédikarar nútíðar-kristninnar, í lútersku kirkjunni eigi síðr en í öðrum kirkjudeildum, eru inni á. 0g „Fjallkonan“ myndi svo ekki lengi getað hrósað happi ytir því, að hugr svo og svo margra af prestunum væri að halla sér í sömu vantrúaráttina og hún sjálf. Ekki heldr myndi hún þá áræða að stinga öðru eins axarskafti út í almenning og því, er hún segir að það sé vafasamt, hvort Lúter verði réttilega talinn rneðal mestu manna heimsins. það áræðir enginn xnaðr með viti, hversu illt sem í honum er við kristindóminn, að slengja þessu út

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.