Sameiningin - 01.03.1890, Síða 13
—9
í lúterskan almenning þess lands, þar sem realismus Lút-
ers gamla er á lííi í kirkjunni.
EFTIRMÁLI YIÐ RITGJÖRÐ CJIR BRUUNS
UM MESSÍASAR-VONUSTA.
Eftir höfundinn.
Ef vér lítum til baka yfir Messíasar-vonina einsog
vér höfum sýnt hana þroskazt í Israel, þá sjáum vér, að
þaS er reglulegt samanhengi í þeim þroska, frá því er hið
einfalda „frumevangelíum'1 er boðað við hlið paradísar og
þangað til spámennirnir fá sínar dýrðlegustu vitranir. Hvergi
er stokkið yfir miliiliðina. Eitt stig tekr við af öðru al-
veg eins eðlilega og sennilega einsog höft í stiga eða
öllu heldr einsog greinar á jurt. það er að vissu leyti
algjörlega rétt, að frumevangelíið um það, að sæði kon-
unnar skuli sundr mola höfuð höggormsins, hetír í sér fólg-
inn allan hinn eftirfaranda mikla þroska Messíasar-hugsun-
arinnar. það felr hann í sér á sama hátt eins og hið
tignarlega tré í skóginum liggr fólgið í hinu litla frœkorni,
er út af því á að spretta. þegar eg var lítill, ímyndaði
eg mér út af einhverju, sem eg hafði heyrt, að með vel
góðu stœkkunargleri mætti í eplakjarna sj i allt eplatréð,
er upp af því ætti að springa, í heilu lagi, ineð rót, grein-
um og öngum. það er viðlíka misskilningr, og hann engu
minni, þegar menn ímynda sér, að með duglegri og ná-
kvæmri skýring á oröunum um sæði konurmar megi sýna
allt það, sem vér vitum um Krist, um holdtekju drottins
og hinn friðþægjanda dauða hans o. s. frv. Allt það, er
nú á tímum má biblíuþ'ýð'ing nefna, verðr einmitt að byrja
með því að útibyrgja allar slíkar grillur og halda sér við
það, sem í raun og veru stendr skrifað. Annars verðr
það aðeins til þess að menn leggja inn í biblíuna allar
sínar eigin „uppbyggilegu" hugsanir. Og þá læra rnenn auð-
vitað eklci meira af því að lesa hana en það, sem menn
vissu áðr.
En einmitt með því að halda sér vandlega víð það, er