Sameiningin - 01.03.1890, Page 16
—12—
FariS því og kennið öllum þjóðum og skírið þær í nafni
föður, sonar og heilags anda; og kennið þeim að halda allt
það, sem eg hefi boðið yðr. Og sjá, eg er með yðr alla
daga allfc til veraldarinnar enda. (Matt. 28, 18—20).
Og er hann var uppstiginn hátt upp yfir alla himna,
svo að hann uppfyllti allt, gjörði hann suma að postulum,
suma að spámönnum, suma að guðspjailamönnum, suma að
hirðum og lærifeðrum, svo hinir heilögu yrði hœfilegir til
framkvæmdarsamrar þjónustu Krists líkama til uppbygging-
ar. (Efes. 4, 10.).
þannig stofnaði drottinn sjálfr embætti til þess að hoða
friðþæginguna, embætti andans til réttlætingar, endrnýung-
ar og sáluhjálpar. Eigi svo að skilja, að þeir, sem þjóna
þessu embætti hins nýja sáttmála, só af eigin kröftum hœfir
til þess að hafa það á hendi, heldr þannig, að guð gjörir
þá til þess hœfa. þeir eru sendiboðar Krists, þannig að
guð lætr þá fiytja áskoran sína fram fyrir mennina. Og
af guði hafa þeir þegið þjónustu yfirgnæfandi dýrðar.
1 öllum hlutum eiga þeir því að prýða embættisþjón-
ustu sína, svo sem Páll postuli ritar í bréfinu til Títusar:
því biskup á að vera ólastandi, einsog guðs ráðsmaðr,
ekki sjálfbyrgingur, ekki reiðigjarn, ekki drykkjumaðr, eigi
ofstopamaðr, né sólginn í svívirðilegan ávinning; heldr gest-
risinn, gott elskandi, ráðsvinnr, réttvís, lieilagr, bindind-
issamr, sem er fastheldinn við hinn áreiðanlega lærdóm,
einsog hann hefir kenndr verið, svo að hann bæði só
fœr um að frœða í hinum heilsusamlega lærdómi og að
hrekja þá, sem móti mæla.
Af þessu lærið þér, hve göfugt og mikilvægt embætti
það er, sem þér eruð kallaðr til, og að það er licilagr
sannleiki', sem postulinn segir: „Ef einhver girnist biskups-
embætti, þá girnist hann ágætt verk‘\ Með því nú embætti
yðar og ætlunarverk þannig er svo örðugt og þér megnið
eigi af eigin krafti að fullnœgja því svo, að guði megi
vel þóknast og orðið geti kirkjunni til uppbyggingar, þá
áminnum vér yðr að treysta almáttugri náð drottins vors
Jesú Krists og að hugga yðr við hans hjástoð. þeir, sem
vona á drottin, fá nýjan kraft. 0g hann, sem hefir lofað