Sameiningin - 01.03.1890, Side 19
N. N., sem kallað’r er til þíns embættis, heilagan anda þinn,
svo að hann, sem settr er til að prédika þitt orð , tai
reynzt trúr verkamaðr þinn og staSið stöðugr gegn öllum
freistingum heimsins, holdsins og djöfulsins, að þitt nafn megi
fyrir hans starf helgast, þi.tt ríki útbreiðast og þinn vilji
verða svo á jörðu sem á himni. Virzt þú að hindra alla ó-
vini þína, sem lasta nafn þitt og berjast gegn ríki þínu, og
gjöra aö engu allar árásir þeirra. Og hvar sem þjónar þínir
prédika og vinna, þá blessa prédikan þeirra og farsæl verk
handa og hjartna þeirra, þínu háheilaga nafni til lofs og dýrð-
ar og sálum mannanna til frelsis, fyrir þinn elskulegan son,
drottin vorn Jesúm Krist, sem með þér og heilögum anda
liíir og ríkir einn sannr guð frá eilífð til eilífðar.
Söfnuð'rinn segir: Amen.
(Hinn nývígði prestr stendrupp.)
Farið þá og fœðið söfnuð drottins, sem þér eruð kallaör
til, og veitið honum umsjá, eklci með nauðung, heldr fúsu geði,
ekki fyrir auðvirðilegs ávinnings sakir, heldr af andans hvöt,
ekki til þess að drottna yfir arfleifð guðs, heldr til þess að
vera söfnuðinum til fyrirmyndar. Og þegar yfirhirðirinn
birtist, skuluð þér meðtaka hina óvisnanlegu kórónu dýrðar-
innar. Drottinn blessi yðr af hæðum og láti yðr verða mörg-
um til blessunar, svo að þér fáið borið mikinn ávöxt og að
sá ávöxtr geymist yðr til eilífs lífs.
Hinn nývigði prestr segir: Ainen.
(Prestarnir rétta hinum nývígSa embættisbróður hœgri hönd sína.
---------------------------------------
ÆFISAGA.
Eg, Hafsteinn rétisson, er fœddr 4. dag Nóvemberm. 1858. Faðir minn
var Pétr Frímann Jónsson, bóndi á Geithömrum í Svínadal í Húnavatnssýslu,
cn kona hans og móðir mín hét Ingibjörg og var Hafsteinsdóttir. — Haf-
steins-nafnið er alíslenzkt og gamalt nafn. — Um vorið 1859 fluttu íoreldrar
mínir að Grund í Svínadal. {>ar ólst eg upp. Vorið 1873 fór eg vistferlum
til héraðslæknis J. Skaftasens á Ilnausum í p>ingi. Eg var apótekara-sveinn
hjá honum í 2 ár. Plann dó vorið 1875. Næsta vetr lærði eg undir skóla
hjá séra Páli Sigurðssyni, er J>á var prestr á Hjaltabakka. Vorið eftir 1876
tók eg inntökupróf í lærða skólann í Reykjavík og settist i 1. bekk.
Burtfararpróf úr skólanum tók eg sumarið 1882 með 1. einkum. Sama sum-
ar sigldi eg á háskólann í Kaupmannahöfn. Jón prófastr J>órðarson á Auð-
kúlu og Sigurðr bóndi Hafsteinsson í Oxl styrktu mig bæði til skólanáms og
til siglingar. Fyrst las cg reikningsfrœði við háskólann í 2 mánuði, en síð-
an tók eg að lesa guðfroeði. Eg las svo guðfrœði við háskólann í úr,
og tók þar próf í heimspeki, hebresku og kirkjufeðra-latmu. Árið 1885 var
eg hinn einasti íslendingr, sem j;á las guðfrœði við háskólann. Eg ritaði ])að
ár 2 stuttar greinar á dönsku um eina eða tvær af hinum nýjustu íslenzku
guðfrœðisbókum. Onnur grcinin kom út í Fheologisk Tidsshift, en hin kom
lit í Nationaltidende 20. dag Nóvemberm. 1885. Framtíð mín virtist lönd-
um mínum í Kaupmannahöín næsta glœsileg. f>ví veitti og eftirtekt mér al-