Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 9
—25—
])á ekki lögum bundið- Sökum hins stutta námstíma liefir
gamlatestamentis-guðfrœðin að undanförnu alveg orðið út-
undan þar á skólanum. Nú gefst tœkifœri til þess meðal
annars að koma prestaefnunum inn í þá frœðigrein, sem
á þessum tíma, þegar vantrúin reisir svo hátt höfuðið,
einnig meðal vorrar þjóðar, og reynir til að gjöra allt gamla
testamentið að óáreiðanlegu ætíntýrasafni, er kristnum
kennimönnum svo bráð-nauðsynleg. Ef vel er með farið,
verðr þessi breyting þar við prestaskólann til mikilsverðrar
bótar, og forstöðumaðr skólans og meðkcnnendr hans eiga
greinilega þökk skilið fyi'ir hana.
Idinn 23. Nóvember tók eg um kvöldið þátt í mál-
fundi í Reykjavík, sem iialdinn var þar í Good-Templara^
húsinu út af fyrirlestri um menntunarástandið á íslandi,
sem Gestr Pálsson hafði þá ný-haldið. það bar margt á
góma það lcvöld, og eg er Heykvíkingum þakklátr fyrir,
hve vel ]?eir sóttu þann fund. þó að eiginlega töluöu nú
allir, sem ])ar tóku til rnáls, í aðra átt en eg, þá sann-
fœrðist eg þó fyrir þeunan fund um það, að þeir eru ekki
svo fáir í Reykjavík, sem með tilliti til þjóðlífsstefnunnar
þar og heiina á íslundi yfir höfuð eru nijög nálægir oss hér
vestra í skoðunum, að því leyti sem vér liöfum nokkuð látið
til vor heyra, Og ekki má mér við þetta trekifœri glcym-
ast að geta þess, hve hlýlega og hjartanlega gamlir og
nýir kunningjar mínir þar í Reykjavík tóku mér, hvort
sem þeir að mciru cða ininna leyti aðhyllast mínar slcoðanir
á Islandi og hinni íslenzku þjóð. Og það er að minnsta
kosti sannfœring inín, að eg eigi nú heldr fleiri vini í
Reykjavík heldr en eg átti þar á undan þessari minni
Islands-ferö. það út af fyrir sig varðar nú almenning vorn
hér vestra ekki mikið um, en hitt er þýðingarmeira, et’
framfaramál Vestr-Islendinga yfir höfuð hafa nú, eins og
eg vona, þar í höfuðstaðnurn heldr fleiri vini en áðr, eða
ef þeir eru nú að minnsta kosti fleiri þar en áðr, er hugsa
um oss og vora framfarabaráttu hér í vorum nýju átt-
högum, sem cg enfi þá fremr er sannfœrðr um. Að einum
manni í Reykjavík , dáðist cg öllutn mönnum fremr fyrir
þann lifanda áhuga, sem eg fann að liann hafði fyrir fram-