Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 5
•21 mörgu og meira af ríkismannabrag hjá hinum fáu; vand- aðri og reisulegri hús hjá einstökum efnamönnum en í nokkrum öðrum sveitum Islands, en híbýlaháttr annars hjá almenningi svipaðr og annars staðar í íslenzkum sjóplázum. Við gistum eina nótt hjá stórbóndanum Guðmundi í Landa- koti og íengum þar höfðinglegar og hjartanlegar viðtölcur. það er leit á öðrum eins boendahíbýlum á íslandi og jjeim bœ ellegar hjá stórbœndunum í Höfnunum. Hafnirnar eru eins og dálítið ]?orp í útlöndum, alveg eitt í sinni röð á Islandi, virtist mér. Eg held Island sé hér líkara vissum blettum í Norvegi austanlands heldr en nokkurs staðar ella, — ekki' náttúran auðvitað, heldr þjóðlífsbragrinn. þar í Noreg'i liefir lengi verið talað um „byggðarkonunga“, og sú hugmynd hefir fremr náð sér niðri hér en á nokkru öðru svæði Islands. Schierbeck landlæknir var hálft í hvoru að barma sér yfir því í fyrra, að aðalsvekli hefði ekki náð sór niðri á Islandi. Byggðarkonungdómrinn í þessum sjó- plázum Islands er nú auðvitað á fallanda fœti. Hann hef- ir haft sína einstöku kosti, en honum hefir verið samfara )>að ástand meðal alþýöu, að eigi sjmist mikil ástœða fyr- ir hugsandi menn til að barma sér út af því, að sama aftrhaldsaflið í enn þá ófrýnilegri mynd hefir ekki náð sér niðri hjá hinni fátœku, stríðandi þjóð vorri. Frá því þessari ferð til Suðrnesja var lokið héldust sífelldar leiðinlegar ekta-íslenzkar haustrigningar þangað til við fórum alfarin utan frá Reykjavík. Eg hafði á þessum tíma ætlað mér að bregða mér austr í Arnessýslu, meðal annai’S koma á Eyrarbakka, sem nú er orðið eitt með stœrstu og framfaramestu kauptúnum á landinu, en ótíðin bannaði mér það. Eg hefði feginn viljað hitta prestinn þar, séra Jón Bjarnarson, þótt mér só hann persónulega nærri þvi ókunnugr, með því eg veit, að bæði er hann cinn af sómamönnunum meðal hins íslenzka kennilýðs, og svo vissi eg, að hann er ásamt fleiri líkt hugsandi mönnum þar að brjótast í því að koma upp alveg nýrri kirkju í Eyrarbakkahvertinu, sem auðvitað er bráðnauðsynlegt nú eftir að fólk hefir í seinustu tíð fjölgað ]>ar svto mikið. Eg hefði feginn viljað flytja þar ofr-lítinn fyrirlestr til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.