Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 10
—26— gangi hins íslenzka þjóðflokks hér vestan hafs eins og fyrir öllu, sem íslenzku þjóðinni í heild sinni viSkemr, eSa reyndar öllu því, sem nú er uppi í tímanum yfir höfuS. þaS er Púll MelsteS, hinn alkunni sagnfrœSingr og Nestor meSal íslenzkra inenntamanna, nærri því áttræSr aS aldri, en eins ungr í anda eins og hann væri enn á milli tví- tugs og þrítugs. ViS þann mann er sannarlega yndi aS tala á hans elliárum og sjá hæSi fjöriS og Ijúfmennskuna skína út úr því æruverSa andliti. YiS kvöddum Keykjavíle þann 29. Nóvember og héld- um þá í haf meS póstskipinu „Laura“, þakklát í liuga til vina og vandamanua, sem viS höt'Sum dvaliS hjá og sem okkr höfSu svo aS segja boriS á örmum sér. Sorg er meS í huga manns á slíkum kveSjustundum, ]>ví maSr getr, þeg- ar svo á stendr. eins vel eSa jafnvel langhelzt búízt viS, aS sjá ekki framar í þessu lífi auglit neins þess manns, sem maSr er aS kveöja. Og þegar Island hverfr þeim manni síSast, sem þar er borinn og lifaS heíir þar í sín- um œskudraumum, þá hlýtr hann aS vera í meira lagi undarlegr, sá maSr, of engin hlý tilfinning til þessa eySi- lega og klakabundna hólma hi eifir sér í hans' innra manni. Hitt liggr óneitanléga nær, aö geta á cl'tir tekiS undir meS Steingrími Thorsteinsson, er hann í einu af sínum ágæt- ustu kvæSum lýsir því, hvernig honum leiS, er hann á ferS sinni utan leit Snæfellsjökul hverfa sér aS sýn : „Eg .........vissi ei, er þúfa hvarf mér hæsta þín, hvort aS földu hana sjón haf eSa tárin mín“. BRÉF FRÁ Ií. L. MARTENSEN TIL Magnúsar Eiríkssonar. I „Tímariti hins íslenzka Bókmenntafélags", 8. árg. 1887, er dálítil ritgjörS eftir mig um Magnús Eiríksson. I rit- gjörS þeirri ininnist eg á all-merkilegt bréf, sem biskup Martensen ritaSi til Magnúsar Eiríkssonar, Bréf þetta er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.