Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1890, Blaðsíða 11
-27- þannig til orSið: ÁriS 1873 ritaði M. E. hið seinasta stœrra rit sitt gegn guðdómi Krists. Rit þetta er all-stór bók. M. E. sendi eitt eintak af bók þessari til háskólakennara H. N. Clausen (1793—1877) og til biskups H. L. Martensen (1808—1883). þeir voru liinir langfraígustu guðfrœðingar, er Danir áttu um þær mundir. M. E. skrifaði þeim báð- um bréf, um leiö og hann sendi þeim bókina. Hann biðr þá að rita á rnóti sér. þeir svöx-uöu báðir skriflega og fœrðust undan því að fara í ritdeilur við liann. Um þessa bók M. E. og bréfaskifti hans við þá Clausen og Martensen fer eg þessum orðum í íitgjörð rninni: „Hér kemr hann (M. E.) fram með árangrinn af öllu ritsiníði sínu frá 1863—1873: Kristr, sem hið í „tvöföldu tilliti ó- ekta“ Jóhannesar-guðspjall gjörir að guði, var að eins maðr. Hann var sendr til að endrbœta Gyðingdóminn. Og hann gjörði ekki annað. Postularnir nrisskildu hann, einkutn Páll postuli, sem „innleiddi" friðþægingar-lærdiim kirkjunnar og iagði þannig hinn fyrsta grundvöll til kristindóms kirkjunn- ar, sem myndaðist svo smátt og smátt, þangað til hann fékk fullmyndan sína á 3. og 4. öld. Síðan heíir kirkjan í 1500—1600 ár haldiö fast við hina afbökuöu og rang- fœrðu kenning Krists, þangað til Magnús Eiríksson fyrstr tnanna kom aftr fram með hinn upphaflega kristindóm, hina sönnu kenning Krists. Hið eina ráð til viðreisnar kristn- inni er að hverfa aftr til lrinnar endrbœttu Gyðingatrúar, er Kristr kenndi. Og að hafna henni nú, er Magnús lrefir aftr „dregiö hana fram“, er „hið sama sem að krossfesta Krist að n}'ju“. Já, i raun og veru rniklu stœrri synd. I svari sínu bendir Martensen honum á tvö orð: synd og náð, og bœtir yið: „Ef þýðing þessara orða gæti við reynsluna gagntekið líf yðar, rnyndi skoðun yðtrr á Kristi, postulunum og ritum þeiri’a verða allt önnur“. þessi orð frá pcnna hins djúpvitra öldungs eru næsta þýðingarmikil. þau benda á eina aðalorsök til þeirrar stefnu andans, sem kallast skynsemistrú (Rationalismus). þetta bréf Marten- sens oi’, cins og vænta má, eftirtektarvert í alla staði. Eg hefi fengið leyíi ættingja hans til að láta prenta allt bréf-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.