Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1891, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.02.1891, Qupperneq 3
—179— þá er Jesús hékk á krossinum nýdáinn., þá gekk her- maðr einn að krossi hans og stakk spjóti í síðu hans. „Lagið nam í hjsrta-stað“— segir höfundr passíusálmanna í 48. sálminum. Hallgrímr Pétrsson hetir naumast nokk- urs staðar komizt eins hátt hæði í skáJdlegu og trúarlegu tilliti eins og einmitt í þeim göfuga sálmi út af síöusár- inu frelsarans. Fegrðin blasir við í þeim sálini, huggun- in streymir út úr honum frá upphafi til enda. Eitt versið fullt af háskáldlegum trúarlíkingum tekr við af öðru. það eru tómar líkingar í harnamáli. En í þessum iíkingum — í barnamáli — dregr skáldið frarn á margvíslegan hátt hjartað í kristindóminum, hjartað í vorri kristilegu trú og von. Hann dregr þar á skáldlegan hátt allt hið kristilega evangelíum fram — guðs eigið kærleikshjarta út úr liinu opna blœðanda hjarta Jesú Krists. I Marz-númeri „Sam.“ 1888 (3. árg., nr. 1) stendr ofr- lítið brot \ir æíisögu frelsarans eftir hinu fræ"a enska guð- frœðing, dr. Geikie, þar sem hann er að segja frá andláti Jesú. Og eru þar vísindaleg rök leidd að því, að frelsar- inn hafi látizt af því, að hjarta hans hafi snögglcga sprung- ið, og að orsökin til þess hatí verið hin sára sálarangist, sem hann varð að þola bæði á undan krossfestingunni og eftir hana. það að hann hrópaði svo hátt, er hann lézt, og það enn fremr, að blóð og vatn (vatnsblandað blóð, blóðvatn) rann út úr síöu hans, er hermaðrinn stakk þar inn spjóti sínu, — hvorttveggja þetta sýnist ómótmælan- lega tala fyrir því, að ’hjarta Jesú hafi sprungið og að því hafi hann andazt svona mildu fyr en við hafði verið búizt. „Harmþrungið og sundr marið hjarta munt þú, ó, guð, ekki fyrirlíta“,—segir Davíð í sínum brennheita iðrunar- sálmi. það er svo harmþrungið og sundr marið hjarta Jesú á krossinum, að það springr þar bókstaflega. það sprakk af angist, og ]?á angist v’arð Jesús að líða af því hann elskaði þessa syndugu kynslóð mannanna eins óumrœðilega heitt og hann gjörði. Getr þú, syndugr og ósjálfbjarga maðr, fyrirlitið slíkt brestanda kærleikshjarta ? Getr þú fengið af þér að virða að vettugi aðra eins opinbei’an af guði

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.