Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1891, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.02.1891, Qupperneq 4
—180— eins og keinr fram í píslarsögunni Jesú Krists ? Getr j;ú nokkurs staðar eins greinilega séS inn í hjarta guðs, séð, hve heitt hann elskar synduga menn, eins og þegar þú horfir á hjarta Jesú bókstaflega bresta á krossinum ? Ef þú, maðr, á annað borð ert sannfœrör um tilveru guðs,—og það hljóta allir að vera, svo framarlega sem þeir ekki loka augum sínum fyrir undrunum dskiijanlegu í ríki náttúr- unnar,— þá hlýtr þú að hugsa þér guð sem kærleikans guð. Væri hann ekki kærleikans guð, þá væri hann verra en einskis virði. Mannshjartað heimtar, að hann sé kær- leikans guð. Og ef hann er það, þá hlýtr hann í sinni opinberan að hafa lagt fram sannanir fyrir því, að hans kærleikr sé hinn œðsti kærleikr. Af hverju veizt þú nú, að sá eða sá maðrinn elski þig af öllu hjarta ? Af því, muntu svara, að þessi maðr sýnir þess einhver merki, að liann sé fús til að leggja eitthvað á sig þín vegna, leggja eitthvað í sölurnar fyrir þig, líða eitthvað fyrir þig. Fáir þú sönnun fyrir þessu, þá veizt þú, að vinr þinn elskar þig í sannleika. Viðlíka sönnun fyrir kærleik guðs til mannanna leggr hann nú fram fyrir oss með Jesú píslar- sögu. I mannlegri mynd líðr guð þar fyrir mennina, líðr svo mikið, að hjarta hans brestr. Öðruvísi en með því að gjörast maðr gat guð ekki iiðið, ekki gengið í gegn- um neina píslarsögu, og þess vegna ekki heldr lagt reynslu- sönnun fram fyrir mannheiminn um að hann væri það, sem hann segist vera í sínu orði, kærleikrinn, eða með öðrum orðum: að hann elskaði mennina af öilu hjarta. Ekkert er þeim guði, sem er kærleikrinn, eins samboðið eins og það að líða fyrir mennina og þess vegna að sjálfsögðu að gjörast maðr, líða eins og Jesús leið, eiga aðra eins mann- lega píslarsögu eins og hann, píslarsögu, sem endar með því, að hjarta hans brestr á krossins tré af kærleiksþrung- inni sálarangist. „Gegn um Jesú heigast hjarta í liimininn upp eg líta má“. Gegn um hið gegnum stungna hjarta frelsarans getr allr hinn jarðneski mannheimr séð, hvílíkr kærleikr býr í hjarta

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.