Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1891, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.02.1891, Qupperneq 8
—184 En drottins úr heilögum dómi til dala hvarf skínandi Ijómi, og þoka þar eftir varð ein. I borgum og höllum ei drottins er dýrð, í dölum og fjöllum hún betr er skýrð. •— Og aftr mig flutti guðs andi í útlegð í Kaldea-landi. -------Hooo^---------- Brot úr bréfi frá séra Jens Pálssyni á Útskálum á Islandi, rituðu í Október. — Eg vona, að einhverjir hér heima vekjist upp til þess að rétta ykkr hönd til stuðn- ings því nytsemdarfyrirtœki, sem er hin fyrirhugaða mennta- stofnan kirkjufélagsins íslenzka í Ameríku. Eg býst við, að það taki að minnsta kosti tvö ár, að safna því fé, sem til þess útheimtist að unnt sé að byrja, því eg verð að búast við því, að landar vorir umskapist ekki svo gjör- samlega á fám árum, að þeir verði sérlega fljótir á sér til fjárframlaga, og svo býst eg við, að ýmsar „rœtr“ komi fram, andvígir þessu eins og hverju öðru góðu máli, sem verið er að berjast fyrir. Eg álít þetta lang-mikilvægasta málið næst stofnan iiins lúterska kirkjufélags, sem komið hefir á dagskrá lijá Islendingum í Vestrheimi. Eg skil það svo, að með skóla þeim, sem hugsað er að stofna, sé ekki að eins stofnaðr almennr menntaskóli, heldr sé og með honum myndaðr vísir til prestaskóla og háskóla, og nái þessi vísir á sínum tíma tilætluðum þroska, þá verðr hann hjartað í hinu andlega lífl landa fyrir vestan haf og þar með upp- spretta þeirra andlegu lífsstrauma, sem þaöan að vestan renna hingaö bcim. Fyrirtœkið liefir þannig frá mínu sjónarmiði afar-mikla framtíðavþýðing einnig fyrir Austr- íslendinga. þet.ta finnst mér augljóst. En ekki veit eg nú, hvovt þessi skoðan nýtr mikils fylgis hér. Eg get varla búizt við því, því það eru svo fáir, sem líta hleypidóma- laust á vestrfarirnar, og þeir munu teljandi, sem skoða ný- lendustofnan hinnar íslenzku þjóðar í annarri heimsálfu einn merkasta viðburð í sögu hennar og heillavænlegasta, er

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.