Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1893, Blaðsíða 18
—14— íslandi til að semja rit þetta, sem hefir bæSi vit og vilja til þess að flytja áreiðanlegar fréttir af því, er gjörist ineðal þjóðflokks vors hér í landi, þá ætti Bókmenntafélagið aS útvega sér einhvern hœfan mann hér til aS semja hið undr stutta ágrip af liinni árlegu sögu Vestr-íslendinga, sem við þykir eiga að „Fréttir11- nar komi með. Og vonum vér, að hin háttvirta stjórn Bók- menntafélagsins taki oss þessa bending ekki illa upp. Eins og hver almennilegr maðr hlýtr að finna til auðmýk- ingar, er hann verðr fyrir óverðskulduðu lofí, eins er ástœða til að skammast sín niðr fyrir allar hellur, er maðr heyrir eitthvert heimskulegt og ylirgengilegt hól af útlendum mönnum sett upp á þjóð sína eða föðurland. Að því, er snertir hina litlu íslenzku þjóð, þá skiftir vanalega í tvö horn, hvernig um hana er talaÖ af annarra þjóða fólki. það er lang-oftast annaðhvort last, langt- um meira en hún a skilið, ellegar lof, sem ekki nær neinni átt. Hvorttveggja er illt, en oflofið er þó margfalt hættulegra; það elr þjóðernisgorgeirinn og sjálfsálitið hjá mörgum, og verðr svo þrándr í götu fyrir öllum sönnum framförum. Vér liöfum oft áðr haft ástœðu til að hugsa um þetta; en núna seinast fórum vér að hugsa um það út af smágrein nokk- urri í lútersku kirkjublaÖi einu vel metnu, er út kemr í Banda- ríkjunum. ])ar er skýrt frá því, að blaðstjóri nokkur amerík- anskr hafi í fyrra sumar ferðazt til íslands og dvalið þar uppi til sveita einn mánuð eða svo. Og svo heldr greinin áfram á þennan hátt: „Hann fann, að gjörvallr herstyrkr landsins sam- anstóð af tveim lögregluþjónum í lteykjavík. Tveir lögmenn (málaflutningsmenn) fann hann að til voru, og svarar annar þeirra til þess, er hjá oss er kallað state’s attorney, en hinn er til taks til þess að lialda vörn uppi fyrir hverja þá menn, er lenda kunna í sakamál. Báðir fá þeir laun frá stjórninni, því annars gæti þeir ekki lifaS. A sumrinu, sem leið, urðu tveir menn um allt land fyrir hegning fyrir glœpi. þeir höfðu brcitizt inn í vöruhús og urðu svo dœmdir fyrir hnupl! I öllu landinu er hvorki til fangelsi né „fátœklinga-hús“; hið cina, sem á eittlivað skylt við fangahús, er herborgi nokkurt í Keykjavík, þar sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.