Sameiningin - 01.09.1893, Blaðsíða 5
—101—
við þá. þa8 getr litiS svo út, að vér höfum þar syndga'8 mótí
móðurkirkju vorri. En þegar hin svo kölluðu smáatriði í öf-
uga átt, sein snerta trúarlífið, eru flutt með mönnum austan yfir
haf hingað inn í nýjan heim, þá sést það brátt svo vel, að inörg
af þeiin smáatriðum hafa verið stóratriði, því á örstutturn tíma
eru hin ýmsu frœkorn villu og vantrúár og heimsku, scrn þeir
og þeir kirkjunnar menn og aðrir andlegir Jijóðarleiðtogar hafa
sáð í mannlífsakrinn þar, hérna megin hafsins sýnilega sprottin
upp meðal hins úttiutta fólks eins og undrnjólinn í sögu Jón-
asar spámanns, en vel að merkja ekki til þess að veita neinum
skjól og skugga, heldr að eins til þess að villa sjónar fyrir mönn-
um.svo að miirgum finnst þeir hafi þess enga þörf, að leita hœlis
innan sinnar eigin kirkju, og liggja svo í andlegum skilningi úti
á köldu dauðans bersvæðinu og eiga hvergi heima. þegar þessu
er ekki gleymt, þá mun það augsýnilegt, að þeir, sein staðið hafa
í'yrir andlegum málum Vestr-Islendinga, hafa eigi án allrar
ástœðu hrópað heim yfir hafið um hinar hættulegu skekkjur í
þjóðlífinu og kirkjunni þar, sem leiðtogar ij'ðsins og margir
aðrir kalla smáatriði og íiestum sýnist megi átölnlaust vera í
friði.
Kirkjufélag vort lúterskra íslendinga í þessu landi hefir
margs að gæta, þá er kemr til slcyldunnar um að halda saman
við trúarbrœðr vora heima á vorri kæru fóstrjörð. Að svo
miklu leyti, sein móðurkirkjan þar heldr sér í starfi sinu og
stríði á sínum eigin grundvelli, guðs orði heilagrar ritningar,
samlcvæmt hinni lútersku trúarjátning, er auðvitað sjálfsagt
fyrir kirkjufélag vort að halda trúlega í hönd hennar, þar sem
vér höfum líka skuldbundið oss til að standa í andlegu tilliti á
sarna grundvellinum með allt það, sern vér eigurn, erum og
gjörum. Enda vitum vér og verðuin í allri ókominni tíð að
vita, að það væri svik við það land, er vér höfum eignazt hér
eiris og nýtt föðurland, að láta eigi það, sern göfngt er og gufi-
legt í hinum isienzka arfi vorum, halda þér lifi mefi oss, heldr
varpa því öllu fyrir borö um leið og vér erum að nema liér
land í andlegum skilningi. En rem sjálfstœðir menn verfium
vér að standa hér, einnig í kirkjulegu tilliti, svo að vér eigi
látum það, sem uppi er í kirkjunni á íslandi, vera í neinum
skilningi lögmál fyrir oss fremr en vér sjáum að getr verið til