Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1893, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.09.1893, Blaðsíða 15
—111— viS G’mtavus Adolphm Gollege, lærðan skóla tilheyrandi hínni lútersku Augustana-synúdu Svía í St. Peter í Minnesota, sem leiddi til þess, að hann ári síðar ákvað sig til að gjörast prestr í kirkjufélagi voru. Gekk hann svo á sama tíma og séra Jónas A. Sigurðsson á prestaskólann í Chicago og var ásamt lionum útskrifaðr þaðan síðastliðið vor, svo sem áðr er sagt. Mr. William Edivard Mead kemr með hugleiðingar sínar um ísland í Febrúar-nr.inu af Atlantic Monthly. Segir hann, að hinn ytri hagr landsmaíma standi nálega eins og á dögum hinna fornu víkinga, en í andlegu eða upplýsingarlegu tilliti kenni þar furðulegra framfara, ef tekið sé tillit til afskekkju landsins og þess, hve eyðilfeg náttúran er. Og enn fremr segir hann: „Hinir lútersku prestar eru nálega allir bœndr, og cru Jifnaðarhættir margra þeirra mjög Jítið frábrugðnir sólcnarbarna þeirra. Eru prestarnir flestb liörmulega fátœkir og geta naum- ast látið sál og líkama lialdast saman. Nýjar bcekr eru þeim nærri því óþeklvt munaðarvara. Eg man eftir einum mögrum og torkcnnilegum presti, sem lifði mesta eyrndarlífi i hraunbyggð einni á suörströnd landsins. Hann átti ekkert nema biblíu, sáhnabók og fáeinar aðrar hálffúnar skneður. í einu horni prestsetrsins, þar sem vér náttuðum, var dyngja af hvalspiki, sem gjörði loftið þefidt og kom því til ltiðar, að fátœkt húsráð- anda sýndist enn þá meiri en hún var. Og þó hafði þessi maðr menntazt í latínuskóJanum og kunni jufnvel ögn í ensku.“ Lexíur fyrir sunnudagsskólann; fjórði ársfjórðungr 1893. 6. lexía, sr.nnud. 7. Nóv.: Upprisan (1. lvor. 15, 12—26). 7. lexía, sunnud. 12. Nóv.: Kristilegt örlæti (2. Kor. 8, 1—12). 8. lexia, suunud. 19. Növ.: Eftirbreytni eftir Kristi (Efes. 4, 20—32). 9. lexía, sunnttd. 26. Nóv.: Kristilegt heimilislíf fKól. 3, 12—25). 11 r. Sit'rbjijrn Sigrjónsson sendir “Saraeininguna" út. Adressa lians cr: 101 Koss St. Til hans snúi menr. sér viövikjandi afgreiðslu biaðsins. Menn borgi blaðiö hr. Magnúsi Pálssyni, sem er féhiröir þess. Atlrcssa hans er: 588 Jemiraa St. eöa Ifarris block, Room 12, Cor. Main & Market St.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.