Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1893, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.09.1893, Blaðsíða 16
—112— „Aldamót“, annaS ar, gefið út af prestum kirkjufélagsins, ritstjóri séra Friðrik J. Bergmann. Rvík 1893. — Efnið í þess- um árgangi tímaritsins er þetta: Fyrst er kvæði mikið og fagrt um lcirlcjuna eftir séra Valdemar Briem, sem er alveg ein- stakt í sinni röð í íslenzkum skáldskap. Næst er fyrirlestr eftir séra Hafstein Pétrsson, fluttr á ársþingi kirkjufélagsins í fyrra, um liinn fræga enska prest, Charles Haddon Spurgeon, sem þá var fyrir skömmu andaðr. þá er prédikan eftir ritstjóra þessa blaðs, sem hefir þessa yfírskrift: frelsast og að' glatast, út af Jóh. 3, 16—18. þá er þar næst fyrirlestr eftir séra Stein- grím þorláksson, einnig fluttr á sama kirkjuþingi, og svarar höf- undrinn þar upp á spurninguna: Hvað viljum vér? Og loks er ritgjörð, efnisrík og merkileg, eftir séra Friðrik J. Bergmann, ritstjóra Aldamóta, um umburð'arlyndi i trúarefnum, sem sérstaklega hefir fengið lof í Kirkjublaðinu í Reykjavík. — Verð þessa árgangs Aldamóta. er eins og hins fyrsta ein öOcent; og þar sem ágóði allr af sölu ritsins á að ganga í skólasjóð kir kjufélagsins, þá er vonanda, að vinir kirkju vorrar styðji að því, að sem flestir kaupi ]aið. Fyrir kvæði séra Valdemars Briems eitt er vel gefanda langt um meira verð enþað, sem þetta hefti Aldamóta allt kostar. ísafold, lang-stœrsta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið, kostar í Ameríku $1.50. M. Pálsson, 12 Harris Block, Winnipeg, er útsölumaðr. j i> l'Xt mánaðarblað með myndum, 1. árg. Ritstjóri séra O. V' Gíslason. Kostar 60 cts. Pæst hjá ritstjóra Isafoldar. Slllinailfnra hafa Kr. Ólafsson, 575 Main St., Winnipeg, Sigfús Berg mann, Gardar, N. D., og G. S. Sigurðsson, Minneota, Minn. í hverju blaði mynd af einhverjum merkum manni, flestum íslenzkum. Kostar einn dollar. KIliKJUBLAÐIÐ, ritstj. séra pórh. Biarnarson, Rvík, 3. árg. 1893, c. 15 arkir, auk ókeypis fylgiblaðs, „Nýrra kristilegra smárita,“ kostar 60 ots. og fæst hjá W. II. Paulson, Winnipeg, Sigf. Bergmann, Gardar, N.Dak., og G. S. Sigurðssyni, Minne- ota, Minn. „SAMEININGIN1’ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg.; greiðist fyrir fram. —Skrifstofa blaðsins: 701 Fifth Ave. N., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal, Frliðn'l. f Bergmann, Ilafsteinn Pétrsson, N. Stgr. porláksson, Magnús Pálsson, Jón Böndal. PRENTSMIDJA LÖGBF.KGS — WINNIPEG.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.