Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1894, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1894, Blaðsíða 12
■GO— skuggar, sem falla af öllum kristilegum krossum. Ó, hve dýrð- legir geta skuggar lífsins og dauSans orðiö, þegar á móti þeim er tekið í Jesú nafni. „Kraftr hins œSsta mun yfirskyggja þig“, sagSi engillinn við Maríu, er hann boðaði henni þau óumrœði- legu tíðindi, að hún ætti að verða móðir frelsarans. Kraftr hins œSsta yfirskyggir allar þær sálir, sem frelsarinn fœðist andlega hjá. Skugginn þýSir trúna og guðsóttann í mannshjartanu. Skugginn þýðir það skjól, þá vernd, þá liuggan, þann frið, þann fögnuð, sem sá nýtr, er aðhyllist og elskar drottin og geymir orðið hans í góðu og siðsömu hjarta. Skugginn þýðir það, að hafa í trúaðri og auðmjúkri bœn umgengni við frelsara sinn. Skugg- inn hýðir það, að sitja undir krossi Krists. En þegar hjörtun eru ormstungin af vantrú, eigingirni, kærleiksleysi og öðrum ó- dyggðum, þá er skugginn horfinn og ekkert skjól lengr til fyrir sálina á hinni vondu tíð. — Sleppi enginn því, sem gefr skugga og skjól á mótlætisins og dauðans tíð. það er hryggilegt ástand að vera búinn að missa skuggann sinn. það er sagt eins og annaö æfintýri, að ef líkami einhvers manns ekki gefr neinn skugga frá sér, sem stundum komi fyrir, þá sé sá maðr fejgr. það er sannleikr falinn í þessari hjátrú. Maðrinn, sem forherðir sig á móti guðs orði, hinuin endrleys- anda boðskap kristindómsins, og fyrir fullt og allt dregr sig burt úr skugganum, sem einmitt með guðs orði er varpað yfir tilveruna, — sá maðr er í andlegum skilningi feigr. Sálarheill hans er í veði. Margir hugsa nú eflaust: „Eg trúi, og þá cr mér að minnsta kosti, að því er þetta snertir, óhætt“. Nei, sann- leikrinn er ekki enn allr dreginn fram úr þjóðsögninni. Aðal- sannleikrinn, sem í henni fellst, er eiginlega eftir, því sögnin er svona: „Sá, sein misst hefir skuggann sinn, — nefnilega skugg- ann at sjálfum sér, sínum eigin líkama, — liann er feigr“. það er til ónýtis að trúa, standa í skugga kristindómsins, ef maðr sjálfr ekki gefr neinn skugga frá sér, viðlika slcugga og á mann sjálfan fellr frá guði almáttugum, til jæss að skýla þeim, sem með manni ferðast gegnum lítíð oo- fram á móti dauöanum. Með iiðrum orðum: trúin, sem vantar kærleik til mannanna, er einsk- is virði. Og með slíkri trú eru monn í andlcgri dauðans hættu- Skugginn, sem af þér á að falla yfir aðra menn, cr kærleikinn'

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.