Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Síða 3

Sameiningin - 01.05.1899, Síða 3
35 að hann er upphaflega ekki ritaör í lútersku landi, eða—sem er hið sama—efni hans ekki að neinu leyti úthugsað meö til- liti til lúterskra trúarskoðana. Vér trúum því ekki og kenn- um það þá auðvitað ekki heldr, að helgisiðalögmál Gyðinga í Mósesbókunum hafi lögbindanda gildi fyrir kristna menn. Hvert einasta atriði í löggjöf Mósesar um helgihaldið hiðytra er samkvæmt vorri kenning og trú algjörlega úr gildi gengið með hinni nýju fullkomnu opinberan kristindómsins. þannig umskurnin, fórnirnar, hátíðahaldið o. s. frv. Og undir hátíða- haldið heyrir auðvitað sabbatshaldið gamla. því þótt sanna megi, að sjöundi dagrinn hafi að guðs vilja verið til sem heil- agr dagr löngu löngu áðr en lögmál Mósesar var út gefið, þá sannar það ekkert í þá átt, að því sérstaka helgihaldi hafi af guði verið ætlað ævaranda gildi. Fórnirnar voru líka til með- al mannkynsins sem guðlegr helgisiðr löngu löngu áðr en þær voru lögskipaðar í Mósesar lögmáli; og vitanlega féllu þær þó úr gildi með Kristi. Ekkert sannar það heldr til stuðnings löggildi laugardagsins í kristninni, að frelsarinn sjálfr gætti sabbatshalds-venjunnar gyðinglegu á dögum hinnar jarðnesku holdsvistar sinnar. því hann gætti líka allra annarra gyðing- legra helgisiða, sem ekki komu í bága við guðs orð gamla testamentis ritninganna. Sjálfr var hann samkvæmt lögmál- inu umskorinn á áttunda degi eftir fœðing sína. Og mætti þá eins álykta af því, að umskurnarboðið gilti fyrir kristna menn, eins og það, að kristnir menn ætti að halda sjöunda daginn heilagan af þvf Kristr gjörði það meðan hann dvaldi hér líkam- lega á jörðinni. Flokkar reformeruðu kirkjunnar halda því yfir höfuð fram, að með kristninni hafi menn samkvæmt guðlegri bending haft dagaskifti að því, er til sabbatshaldsins kemr, gjört suunudaginn að heilögum hvíldardegi í stað laugardags- ins, og það þá auðvitað sökum þess, að frelsarinn reis frá dauð- um á sunnudag. Gegn þeirri kenning standa sjöunda dags aðventistar óneitanlega býsna vel að vígi. því ekkert boð eða bending er til í nýja testamentinu um það, að kristnir menn hafi á þann eða neinn annan hátt átt að skifta um dag. En hitt kemr skýrt fram í nýja testamentinu, og það er kenn- ing lútersku kirkjunnar, aö sabbatið gamla sé með öllu úr

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.