Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Síða 5

Sameiningin - 01.05.1899, Síða 5
3/ því er viröist, hafa gengið fram hjá handbókarnefndinni svo kölluðu heima á Islandi. Sérstaklega sýnist mér það vegna þessa, að málið hefir verið uppi í dönsku kirkjunni og þar þótt ástœða vera til þess að taka það til greina. En hafi ástœða verið til þess þar, þá mun hún ekki vera síðr á Islandi. Svo líka vegna þess jafnvel hvað helzt, að eitt af því, sem skoða má eitthvert ljósasta hnignunarmerki trúarlífsins í íslenzku kirkjunni, sem sé hin þverrandi þörf hjá söfnuðunum á því að ganga til guðs borðs, minnir einmitt á málið og kemr manni til að hugsa um það. Málið, sem eg hefi í huga, er um það, að presti sé leyft að útdeila sér sjálfr kvöldmáltíðarsakramentinu meS söfnuði sínum, þegar söfnuðr hans eða einhverjir úr söfnuðinum ganga til altaris. Hér er ekki um það að rœða, að prestrinn geti veitt sér sjálfr sakramentið, hve nær eða hvar sem honum sýnist, heldr um það, að það sé ekki nauðsynlegt fyrir prest- inn, til þeös honum geti veitzt blessan sakramentisins, að hafa annan prest hjá sér í kirkjunni við altarisgöngu-guðsþjónustu safnaðarins, er veiti honum sakramentið. Hann megi gjöra það sjálfr. Mun þetta mál vera nýmæli hjá oss. Býst eg þess vegna við, að tilfinningar fólks verði mjög svo á móti því. Sum- um finnst það óviðkunnanlegt; aftr öðrum alveg óhafanda. A þessu er ekki að furða sig. Mennirnir eru, eins og allir vita, töluverðar vanaskepnur, og eiga því marg-oft mjög ervitt með, þrátt fyrir alla tilbreytingar-Iöngunina hjá þeim, að fara úr ham eða jafnvel breyta til með ham, sem þeir fyrir vanann hafa vaxið upp í. þótt ekki sé nema komið ögn við sjálfan haminn, rísa tilfinningarnar öndverðar. Vér íslendingar er- um yfir höfuð engin undantekning í þessu tilliti frá öðrum mönnum. Vér eigum eins og aðrir tilfinningar, sem eiga rót sína að rekja til vanans. Og ef snert er við því, sem vér höfum vanizt við, gjöra þessar tilfinningar vorar vart við sig. Eins og eðlilegt er verða þær hámæltastar, þegar eins og við það er komið, sem oss er hvað helgast, og fara á að breyta til einhverju í sambandi við það. Nú er oss kristnum íslend- ingum, eins fyrir það þótt vér kunnum ekki að meta kvöld-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.