Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1899, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.05.1899, Qupperneq 6
máltíðarsakramentið neitt líkt því eins og vera ætti, enginn hlutr þó helgari en það. það væri því ekki neitt tiltökumál, þótt oss félli illa öll nýmæli, er snerta það. Svo fór fyrir mér, er eg las fyrst um þetta mál, sem minnzt hefir verið á. Mér var það mjög ógeðfelt, og er ekki laust við, að tilfinningar mínar sé enn þá fremr á móti því. En vér megum ekki láta tilfinningar vorar fara í gönur með oss, heldr leitast við að hafa vald yfir þeim, svo dómar vorir verði ekki eintómir tilfinninga-dómar. Helzt til oft hættir þeim við að verða það. Verðum vér þá oss óafvitanda meinsmenn þess, sem oss eiginlega langar til að styðja. Er þá í rauninni nokkuð á móti þessu, að prestrinn gangi til altaris hjá sjálfum sér ásamt með söfnuði sínum? Vaninn og tilfinningarnar geta ekki komið til greina, eins og bent hefir verið til, ef ekkert er þar á bak við þeim til stuðnings, annaðhvort eitthvað í eðli sakramentisins eða tilgangi frelsarans með það, sem banni það. En þegar að er gáð, er þá nokkuð í þessu tilliti á móti þvf? Nei, ekki sjáanlega. Að minnsta kosti fæ eg ekki séð það. Eða hvað í innsetningarorðunum eða við innsetninguna sjálfa ætti að vera því til fyrirstöðu? Frelsarinn sjálfr er gestgjafinn við borðið, hinn veitandi, gef- andi. Hann segir: ,, takið—; þetta er—; gjöriS—. “ þetta hefir aldrei breytzt. Hann er enn þá gestgjafinn. Gestirnir eru gestir hans og veita móttöku því, sem hann réttir að þeim. Hvað ætti þá að hamla prestinum frá að vera gestr með söfn- uðinum við borðið, jafnvel þótt hann hafiáhendi þjónustu þá, að rétta að hinum gestunum það, sem á borðinu er ? Hvað ætti að banna honum að rétta að sjálfum sér hið sama, eða að taka úr sjálfs síns hendi, ef svo má að orði komast, það, sem frelsarinn réttir að öllum gestunum ? Vitanlega hefir ekki liönd prestsins nein áhrif á sakramentið, heldr höndin frelsarans, hins ósýnilega, en þó nálæga borðherra sjálfs. Borðið er hans borð. Hann hefir sjálfr tilreitt það handa söfnuðinum sínum. Og er sjálfr nálægr veitandi og bless- andi. Og þar sem ekkert er það í sjálfri innsetning frelsarans á sakramentinu né í eðli þess, er bendi í áttina til þess, að prestrinn megi ekki ganga til borðsins með söfnuðinum á

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.