Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 8
40 fólk hugsi á þessa leiS: ,,þaö er ekki nauðsynlegra fyrir mig aö ganga til altaris en fyrir prestinn. Ef hann sjálfr trúir því, aS þaS sé eins nauðsynlegt og blessunarríkt eins og hann segir, hví fer hann þá ekki oftar til altaris ? ‘ ‘ En prestarnir þurfa þá aS geta átt kost á því. þaö vill oft verSa ervitt fyrir prest- inn aS koma því viS eins og stendr á. Sérstaklega er það á Islandi víSa mjög ervitt, eins og allir vita. það er ekki æfin- lega svo létt að komast aS heiman til annars prests eSa aö fá annan prest til aS koma til sín. Svo undir fyrirkomulaginu, sem nú er með altarisgöngur prestsins, banna ástœSurnar hon- um þaS marg-oft. Honum er beinlínis gjört erviðara en öðr- um fyrir meS að hlýðnast frelsaranum, er segir: ,,TakiS og etiS“; ,,drekkiö allir hér af“; ,,gjöriS þetta“, og um leiS að fullnœgja þörf síns trúarlífs. Er nokkur meining í því ? Og þótt nú prestrinn komist að heiman og fari til annars prests og sé hjá honum til altaris, þá eru vafalaust margir í söfnuðinum, sem ekki vita neitt um þaS, en búa sér svo til sínar hugsanir um altarisgöngur prestsins, án þess að taka nokkuö ástœður hans til greina. Auk þess gengr hann ekki með sínum söfnuSi til altaris, þótt hann gangi annarsstaðar til altaris. SöfnuSrinn hans hefir ekki, aS því er þetta snertir, dœmið fyrir augunum. Svo fer hann líka og prestrinn á mis viS þá blessan að fá að vera saman viS drottins borS. Er þetta ekkert smá-atriði. þá er það stórt atriði, aS lang-flest- um prestum verðr ekki unnt aS ganga eins oft og þeir þurfa til altaris, nema þeim sé leyft að gjöra það hjá sjálfum scr ásamt meS söfnuðum sínum. En ef drottinn leyfir prestinum þaS, og annaS fæ eg ekki séS, hver eSa livað ætti þá að banna honum þaS ? Ef prestrinn gengi meS söfnuðinum til altaris hjá sjálfum sér, myndi það hjálpa til þess að burtrýma þeirri hjátrú, sem án efa er til hjá sumum, að gengið sé til prestsins eins og væri hann sjálfr gestgjafinn við boröiS. þaS myndi stuSla til þess, aö hann eins og hyrfi betr, en skyggSi ekki á frelsarann, og altarisgestirnir hefSi betr en nú á sér stað, aS og hygg, á meövitund sinni þetta: ,,Eg krýp við borðiS drottins míns. Eg er gestr hjá honum. “

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.