Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Síða 9

Sameiningin - 01.05.1899, Síða 9
41 í dönsku kirkjunni hefir prestinum frá árinu 1886 verið leyft að útdeila sér sjálfr kvöldmáltíöarsakramentinu; en þó því aS eins, aS honum hafi ekki veriö unnt aö ná til annars prests. Ekki hefir þaö komizt lengra. Eins og sjá má, er þaö gjört aö samvizkumáli fyrir prestinn aS nota sér leyfiö. í norsku kirkjunni var máliö uppi um sama leyti, en skemmra á veg komiö; því næsta ár kemr þar út form fyrir svona lagaöri altarisgöngu prestanna í sambandi viö altaris- göngu safnaöarins. Er þaö form tillaga nefndar þeirrar, sem kirkjustjórnin þar setti í máliö. Nefndin er eindregiö meö málinu og fer lengra en farið er í dönsku kirkjunni aö því leyti, aö hún gjörir ekki þaö, aö prestar útdeili sér sjálfir, aö annarri eins undantekning og þar ergjört. því eftirtektarveröara verör þetta, þegar þess er gætt, aö í nefndinni sátu mjög gætnir kirkjumenn. Síöan hefir málið veriö látiö liggja, án þess nokkuö frekar hafi verið gjört. En raddir frá prestum hafa ööru hverju látiö til sín heyra, sem beiözt hafa þess, aö málið yrði aftr tekiö fyrir og leyfiö veitt. Nú í vetr ritaöi einn af gömlu nefndarmönnunum all-ítarlega grein um máliö, prestrinn Gustav Jensen, sem kennari er viö presta-,,semín- aríiö“ á háskólanum í Kristjaníu. Hafa all-margir tekiö til máls, og eru allir meö því, en engin rödd heyrist á móti því. Vegna hvers ætti ekki málið aö komast á stað hjá oss í íslenzku kirkjunni austan hafs og vestan ? Eins og eg hefi reynt aö sýna fram á, er það þýðingarmeira en margr myndi ætla, ef hann lítr á það fljótlega. f Frá Islandi. IU'tir st-ra Jónat A. SignrÍMOii. III. Jónas Hallgrímsson kvað forðum daga:— ,,Austast fyrir öllu landi af einhverjum veit eg stað, fjalleyju grœnni og góðri; getið þið, hver muni það.“ |3að var einmitt þessi eyja, sem hann kvað hér um, Skrúðr, út af Fáskrúðsfiröi, ,,austast fyrir öllu landi“, er eg leit fyrst augum af Islandi, mánudaginn 20. Júní. — Norðanþoka grúföi sig yfir landinu, sem eins og sveipaöi aö sér þokukufl-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.