Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1899, Page 11

Sameiningin - 01.05.1899, Page 11
43 ef börn og brœðr vorir skyldi sjúkir, þess betr skyldi þeim hjúkrað. þannig fann eg, að bróður-atlotin ætti að vera gagnvart Islandi, hinni íslenzku þjóð, en einkum hinni ís- lenzku aumstöddu móðurkirkju, —hinni andlegu móður vorri. Og nú, þegar eg var loks kominn í þetta orlof heim, fann eg það bezt, hve fátœkr eg var, alinn upp að sumu leyti við andlegan skort í kristilegri óáran, og átti nú svo lítið til að miðla af. Eg lifði nú upp aftr í huga mínum œskuárin þar heima: hið andlega líf, sem auðsjáanlega lá víða í fjörbrotun- unum; drykkjuskap og ósiöi ýmsa, sem víða var orðin íþrótt manna, komið í stað fornrar frægðar; kuldann, ísinn og vetrinn,—allt hið ömurlega þoku- og kulda-ástand lands og þjóðar, ytra og innra, — og svo alla sólskinsbletti og sælu- stundir, alla hvíld og kyrrð, alla náttúrutign og eins allan hrikaleik illviðra og náttúruafla. Júní-sólin og Desember-myrkrið tók að kveðast á í huga mínum — í öllum skilningi. — Eg sté fyrst fótum á land í Nesi við Norðfjörð á hádegi 20. Júnf. Prestinn þar, séra Jón Guðmundsson, heimsótti eg. Raunar var hann viðriðinn af- greiðslu skipsins sem póstafgreiðslumaðr, en hann og kona hans tóku mér mjög Ijúfmannlega. Hann er í tölu hinna yngri presta, hefir verið prestr um tíu ár. Kirkjan, sem hann þjónar, var flutt frá Skorrastað að Nesi, þar sem þorpið eða kauptúnið er. þau prestshjónin sýndu mér kirkjuna, og var það hin fyrsta kirkja á íslandi,sem eg sá á ferð minni, eins og séra Jón var hinn fyrsti meðal prestanna, sem eg fékk að sjá. Kirkjan er ný-gjörð úr timbri og kostaði á 6. þús. krónur. Er það afar-verð fyrir ekki stœrra né vandaðra hús, þó hún megi vel teljast góð kirkja eftir íslenzkum mælikvarða. Ber margt til þess, að kirkjubyggingum á íslandi, þó þær hafi tekið miklum framförum og umbótum síðustu árin, er enn mjög ábótavant og að þær eru víða fremr ófagrar. Eg sá til dœmis hvergi fallegan kirkjuturn. — Fyrst skortir útlendan sam- anburð í hugum þeirra, er fyrir verkum standa; svo skortir íslenzka smiði að jafnaði mjög tilfinnanlega allt ,,praktiskt“ í þeirra verklegu menntun; og loks er efni það, sem lang-oftast er haft til þeirra bygginga, mjög lélegt timbr og auk þess

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.