Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1899, Page 12

Sameiningin - 01.05.1899, Page 12
44 afar dýrt. Og þó var mér sagt, aö þrátt fyrir það og hinn erviöa aöflutning á efni um Island væri smíðalaun hálfr byggingarkostnaörinn. Ef svo er, þyrfti það nauösynlega að breytast, meðan kirkjurnar eru þá ekki heldr meira listasmíöi en margar þeirra eru. Naumast skil eg annars í því, að flesta, sem til íslands koma utanlands frá, stór-furöi ekki á því, að sjá í landi, sem jafn-mikið á af grjóti, það nálega ekkert hagnýtt til húsa- bygginga, en húsabœtr aðallega fólgnar í timbrbyggingum úr hinu lakasta útlenda efni. Auk þess er litlum vafa bundið, að brenna mætti tígulsteina eða múrsteina til bygginga á Islandi. Flestar mótbárur gegn steinhúsum eru lítils virði. íslenzkir verkamenn þurfa almennt að læra steinhögg eins og þeir nú læra slátt og sjómennsku. Næsti viðkomustaðr var Seyðisfjörðr. þar er, eins og kunnugt er, aðalkaupstaðr austan lands og norðan til Akr- eyrar. Margt hafði eg þaðan heyrt; því margir kunningjar mínir hér vestra eru kunnugir í Seyðisfirði, en aldrei hafði eg þangað komið áðr. I þetta skifti gjörði þokan og kuldinn sitt til að gjöra útlit fjarðarins hið ömurlegasta. Gróðr var enn sár-lítill fyrir austan land og kuldanepjan dœmalaus, fannst mér, fyrir þá árstíð. Inn Seyðisfjörð gat eg ekki annað en hugsað til þessarar vísu Jónasar Hallgrímssonar: ,,Nú er sumar í Köldukinn —kveð eg á millumvita —. Fyrr má nú vera, faðir minn,en flugurnar springi af hita.“ Kinn fóstrunnar var virkilega köld í þetta sinn. Snjórinn og gaddrinn teygðu tungurnar niðr til fjarðarins eins og dauð- þyrst í það að losna úr sínum klakaböndum og faðmlögum hinna œgilegu fjallskriðna, — og verða að hlýrri gróðrarskúr. Sólarhringinn, sem eg dvaldi þar í kaupstaðnum,birti aldrei vel til og sá eg því ógjörla útsýnið. þó lyfti Bjólfr (tindrinn bak við fjarðarbotninn að norðan) eitt augnablik þokuhetti sínum og lét mig sjá skallann, er minnti á hin voðalegu tröll, er engin járn bitu. Mér fundust aðfarir hans engu líkari en Göngu-Hrólfs við Karl heimska, er hann sópaði hallar- gólfið með skeggi hans. þannig leizt mér á trölldóm fjall- anna við Seyðisfjörð. Eg held, að engum geti dulizt, með

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.