Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1899, Page 15

Sameiningin - 01.05.1899, Page 15
M Prestsvígsla. Fjórði sunnudagr eftir páska—7. Maí—var stór-mikill hátíðardagr x Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Guðfrœðiskandídat Rúnólfr Mar- teinsson var prestvigðr við hádegisguðsþjónustuna þar þann dag. Prestsvígsluna framkvæmdi forseti kirkjufélagsins íslenzlca, séra Jón Bjarnason, með aðstoð þeirra séra N. Steingríms Þorlákssonar, séra Jón- asar Sigurðssonai’, séra Björns B. Jónssonar og séi'a Jóns J. Clemens. Séra Friðrik J. Bergmann var einnig kominn til bœjarins meðfram til þess að taka þátt í prestsvígslu-atliöfn þessari, en hindraðist frá því sök- um sjúkleika. Séra Steingrímr prédikaði á undan vígslunni með part af guðspjalli dagsins (,,Hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni“ o. s. frv.) fyrir texta. Við kvöldguðsþjónustuna í kirkjunni sama dag prédikaði séra Björn B. Jónsson og lagði út af Jöh. 14, ‘27 („Frið læt eg eft.ir hjá yðr“ o. s. fi'V.). Kandídatinn, sem prestsvígsluna tök, var ný-útskrifaðr frá guðfrœð- isskóla General Council-manna í Chicago með mjög loflegum vitnisburði. Og til þess að byi'ja með var hann vígðr til þess að þjóna Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg í stað séra Jóns Bjarnasonar meðan hann vex-ðr burtu á Islands-ferð sinni.—Ágrip það af æfisögu séra Rúnölfs, sem hér fer á eftir, var lesið upp í kirkjunni á undan vígslunni. Eg, Rúnólfr Marteinsson, er fœddr 26. Nóv. 1870 í Gilsárteigi í Eiða- þinghá í Suðr-Múlasýslu á Islandi. Foreldrar mínir eru Marteinn Jóns- son,Mai teinssonar að Keldhölum á Völlum í Suði'-Múlasýslu,og Guðrún Jónsdöttir, Bergssonar, er prestr var að Hofi í Álftafirði í sömu sýslu. Eg ólst upp hjá foreldrum mínum i Gilsárteigi þar til eg var 11 ára. Þá fluttum við að Eyvindará í sömu sveit, og þnðaH eftir tveggja ára dvöl fórum við til Winnipeg árið 1883. Eftir tæpa ársdvöl þar, í húsi hr. Eyjólfs Eyjólfssonar, fluttumst við til Nýja íslands, að Keldhölum í Breiðuvík, og hafa foreldrar mínir búið þar ávallt síðan; en eg var þar að eins fram á næsta vetr. Svo að segja í byrjun ársins 1885 yfirgaf eg föðurgarðinn ogfór tilmóðuibróðurmíns,séra Jöns Bjarnasonarí Winni- peg. Hjá honum og konu hans, frú Láru, dvaldi eg þar til vorið 1880, nema hvað eg á sumrum varoft í vinnu annarsstaðar. Vorið 1885fermdi séra Jón mig ásamt öðrum ungmennum við íslendingafljót í Nýja ís- landi. Árin, sem eg dvaldi í Winnipeg, gekk eg á alþýðuskóla bœjarins. Vorið 1889 lagði eg á stað vestr í land og fór að kenna á alþýðusköia meðal Canada-manna, sem var 10 mílur frá Russell, Manitoba. Þar eftir kenndi eg einn vetr í Nýja íslandi. Haustið 18^0 fór eg á stað til St. Peter, Minnesota, og stundaði nám við Gustavus Adolphus College næstu fimm vetrjen á sumrum var eg við kennslu, fyrst í Russell, Man., og þar eftir í Garðar- og Eyford-byggðum í Norðr-Dakota. Frá Gust- avus Adolphus College útskrifaðist eg vorið 1895. Næsta ár kenndi eg við Eyford, N.-D. Að hausti 1896 lagði eg á stað til Chicago til að stunda nám við General Council-prestaskölann þar, og var eg þar þrjá vetr. Síðastli;lið sumar vaiin eg lítilsháttar að missíönarstarfi fyrip L

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.